Farfuglar

13. mars 2009 kl.16:44

Farfuglarnir eru farnir að tínast til landsins og nú síðdegis mátti sjá stakan tjald innan við Hörgeyrargarðinn. Þetta er þó ekki fyrsti tjaldurinn sem sést á Heimaey í ár þar sem einn sást á flugi fyrir rúmri viku. Búast má við fjölgun farfugla næstu daga þar sem tími er kominn á nokkrar tegundir og þær farnar að sjást á fastalandinu. Má þar nefna sílamáf, skúm og álft.

Hægt er að fylgjast með upplýsingum um farfuglakomur á heimasíðu Félags fuglaáhugamanna Hornafirði, www.fuglar.is og upplýsingar allt frá 1998 eru á heimasíðu Yanns Kolbeinssonar, The Icelandic Birding Pages.