Fréttir 2014

Fiðrildaveiðar 2014

Farið var með veiði sumarsins á Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Erling Ólafsson greindi fiðrildin til tegunda. Brandygla (Euxoa ochrogaster) var algengasta tegundin í ár (20 stk) en aðrar tegundir í afla eftir magni voru grasvefari (Eana osseana, 16 stk), jarðygla (Diarsia mendica, 5stk), Scropipalpa samadensis, 3 stk, túnfeti (Xanthorhoe decoloraria), 2 stk og svo eitt eintak af  hrossyglu (Apamea exulis), grasyglu (Cerapteryx graminis) og kálmöl (Plutella xylostella). Þetta gerir átta tegundir en tuttugu tegundir fiðrilda hafa veiðst í Stórhöfða frá því gildran var sett upp. Myndirnar eru teknar af pödduvef Náttúrufræðistofnunar Íslands og er áhugasömum bent á að upplýsingar um flest þau fiðrildi sem veiddust í Stórhöfða er að finna þar, sjá hér.

Túnfeti (Xanthorhoe decoloraria).