UM OKKUR

Náttúrustofa Suðurlands

Náttúrustofa Suðurlands er rekin af Vestmannaeyjabæ með stuðningi frá ríkinu.

Náttúrustofa Suðurlands var stofnuð í nóvember 1996 og starfar hún samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (lög nr. 60 frá 1992) og reglugerð um skipulag og starfsemi Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum (reglugerð 643/1995). Náttúrustofan er til húsa  í Þekkingarsetri Vestmannaeyja að Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjabæ. Hér má sjá samning um rekstur Náttúrustofunnar frá 2008.

Helstu hlutverk Náttúrustofu eru:

  • að stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Suðurlands,
  • að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Suðurland og sérstöðu náttúrufars á þeim slóðum,
  • að stuðla að æskilegri landnýtingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál bæði fyrir almenning og í skólum á Suðurlandi,
  • að veita Vestmannaeyjabæ og öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi umbeðna aðstoð og ráðgjöf, enda komi greiðsla fyrir.