Umhverfisúttekt vegna sorpbrennslu í Heimaey

Gerð var úttekt á fuglalífi í nærumhverfi brennslunnar og skýrslu skilað 27. Maí 2019.

Fuglalíf Dyrhólaeyjar

Fylgst hefur verið með fuglalífi Dyrhólaeyjar í nokkur ár. Gerð var úttekt 2012 og m.a. stærð lundavarpa metin. Fylgst er með fjölda bjargfugla og æðarfugla og er fyrirhugað að nota dónamyndatökur til talninga.

Sérfræðiráðgjöf um Íslenska sjófugla

Árið 2014 var Erpur Snær Hansen var gerður fulltrúi íslands í sjófuglasérfræðingahóp (https://www.caff.is/seabirds-cbird) Norðurheimskautsráðsins https://arctic-council.org/index.php/en/about-us/working-groups/caff með samning við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þessi hópur vinnur undir CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem samanstendur af samvinnuhópum sérfræðinga um líffjölbreytileika á norðurslóð https://www.caff.is/. Fundað var í mars 2018 í Cambridge á Englandi og í mars 2019 á Akureyri. Auk hefðbundinna starfa var árið 2018 stofnað til samvinnu við rannsóknir á sæsvölum með þátttöku Kanada, Bretlands og Færeyja. Hér má sjá fyrsta ársyfirlit fyrir Ísland sem kom út 2019: https://www.caff.is/monitoring-series/all-monitoring-documents/513-circumpolar-seabird-expert-group-cbird-implementation-update-iceland-2019