Samanburður viðkomu og stofnbreytinga lunda í Akurey og Lundey á Kollafirði (2021)
Áhrif heimsóknatíðni lundaskoðunarbáta og annarra hugsanlegra orsakavalda Áfangaskýrsla til Náttúrufræðistofnunar [Read more].

Umhverfisúttekt vegna sorpbrennslu í Heimaey

Gerð var úttekt á fuglalífi í nærumhverfi brennslunnar og skýrslu skilað 27. Maí 2019.

Fuglalíf Dyrhólaeyjar

Fylgst hefur verið með fuglalífi Dyrhólaeyjar í nokkur ár. Gerð var úttekt 2012 og m.a. stærð lundavarpa metin. Fylgst er með fjölda bjargfugla og æðarfugla og er fyrirhugað að nota dónamyndatökur til talninga. [Read more].

 

Sérfræðiráðgjöf um Íslenska sjófugla

Árið 2014 var Erpur Snær Hansen var gerður fulltrúi íslands í sjófuglasérfræðingahóp (https://www.caff.is/seabirds-cbird) Norðurheimskautsráðsins https://arctic-council.org/index.php/en/about-us/working-groups/caff með samning við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þessi hópur vinnur undir CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem samanstendur af samvinnuhópum sérfræðinga um líffjölbreytileika á norðurslóð https://www.caff.is/. Fundað var í mars 2018 í Cambridge á Englandi og í mars 2019 á Akureyri. Auk hefðbundinna starfa var árið 2018 stofnað til samvinnu við rannsóknir á sæsvölum með þátttöku Kanada, Bretlands og Færeyja. Hér má sjá fyrsta ársyfirlit fyrir Ísland sem kom út 2019: https://www.caff.is/monitoring-series/all-monitoring-documents/513-circumpolar-seabird-expert-group-cbird-implementation-update-iceland-2019