Fiðrildavöktun

Náttúrustofa Suðurlands hefur starfrækt ljósagildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða frá 2010 og er gildran er tæmd vikulega yfir sumartímann. Gildran var sett upp 17. Apríl og tekin niður 16. Október 2018, árið 2019 var hún sett upp 16. maí og tekin niður 3. September vegna rafmagnsbilunar. Vegna lítillar veiði var þessari vöktun hætt 2020. Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun Íslands sá um tegundagreiningu aflans og er jafnframt umsjónaraðili fiðrildavöktunar á Íslandi https://www.ni.is/greinar/voktun-fidrilda. Vöktun fiðrilda hófst hér á landi árið 1995 og hefur verkefnið stóreflst á síðustu árum, meðal annars með þátttöku nokkurra Náttúrustofa https://www.youtube.com/watch?v=WpUZQMOs_JE. Fimm tegundir eru algengastar í Stórhöfða en talsverð áraskipti eru bæði í fjölda fiðrilda og tegunda.

Vetrarfuglatalningar

Starfsmenn stofunnar hafa árlega tekið þátt í vetrarfuglatalningum sem Náttúrfræðistofnun Íslands hefur skipulagt um allt land frá árinu 1952. Árið 2018 var austanverð Heimaey talin, en þrjú svæði árið 2019.

Standvöktun Landeyjasands

2022 Strandvöktun Landeyjasands lokaskýrsla