Fréttir 2013

Fiðrildaveiðar 2013

Náttúrustofa Suðurlands, í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Sæheima og Surtseyjarstofu, var með ljósgildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar líkt og þrjú síðustu sumur. Gildran var sett upp 16. apríl og tæmd vikulega á tímabilinu 23. apríl til 5. nóvember. Að þessu sinni veiddust aðeins 168 fiðrildi og var farið með þau á Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Erling Ólafsson aðstoðaði við að greina þau til tegunda.

 

 

Hrossygla (Apamea exulis) var næst algengasta tegundin í sumar.