Fréttir 2013

Bergflóðið sem féll á Morsárjökul 2007

Náttúrustofa Suðurlands og Náttúrustofa Norðurlands vestra fóru í sína árlegu rannsóknaferð á Morsárjökul 29. september síðastliðinn. Eins og áður voru útlínur bergflóðsins (skriðunnar), sem féll á jökulinn 2007, staðsettar auk þess sem ákveðinn punktur í skriðunni var mældur. Líkt og áður er skriðan að færast á milli 70 og 80 m niður með jöklinum á ári. Nánar verður sagt frá þessum rannsóknum síðar en hér á eftir eru nokkrar myndir úr ferðinni.

 

Þorsteinn Sæmundsson (NNV) ofan á frambrún skriðunnar.

 

 

 

Frambrún skriðunnar.

 

Horft af skriðunni niður eftir Morsárjökli. Sjá má lónið fyrir framan en Morsárdalur er hulinn þoku.

 

 

Hér er horft frá frambrún skriðunnar niður eftir Morsárjökli.

 

Ragnar Frank Krisjánsson (fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Skaftafelli) og Þorsteinn á ferð ofan á skriðunni.

 

Horft niður Morsárjökul, skriðan til vinstri.

 

Horft niður eftir skriðunni frá efri brún.

 

Morsárjökull ofan skriðunnar, austurhluti.

 

Morsárjökull ofan skriðunnar, vesturhluti.

 

Ragnar og Þorsteinn á urðarrananum framan við skriðuna. Eins og sjá má rættist úr veðrinu er líða tók á daginn.