Fréttir 2014

Lundavarp fer hægt af stað í Stórhöfða

Starfsmenn Náttúrustofunnar kíktu í tíu lundaholur í Stórhöfða í dag. Sjö voru tómar, lundi og egg í tveimur og egg í einni. Varp er því hafið en einhver tími verður látinn líða áður en farið verður í afganginn af holunum sem við vöktum á Heimaey.

 

Erpur Snær Hansen skoðar í lundaholu í Stórhöfða. Í baksýn má sjá vaðandi makríl en nokkuð hefur borið á makril við Eyjar undanfarna daga.