Fréttir 2015

Staða lundastofnsins svipuð og undanfarin ár.

Starfsmenn Náttúrustofunnar eru nú á seinni hringferð sinni um lundavörp landsins. Búið er að skoða Dyrhólaey, Ingólfshöfða, Papey og Hafnarhólma. Fyrstu gögn benda til þess að ástandið sé svipað og undanfarin ár, slæmt fyirr sunnan og vestan en mun skárra á Austurlandi og fyrir norðan. Stefnt er að því að ljúka yfirferðinni í Vestmannaeyjum fyrir lok næstu viku. Hægt er að fylgjast með hringferðinni á Facebook síðu Náttúrustofu Suðurlands og þar birtum við frumniðurstöður jafnóðum og þær koma í hús. Endanleg samantekt kemur svo hér á síðuna þegar öll gögn liggja fyrir.

 

Papeyjarpysja bíður eftir að rannsóknum ljúki svo hún komist aftur heim í holuna.