Fréttir 2017

Stofnvöktun lunda 2017

 

 

 

Í stuttu máli er staðan slæm í Dyrhólaey, Vestmannaeyjum og í Papey, sæmileg í Ingólfshöfða, Hafnarhólma og í Elliðaey á Breiðafirði en nokkuð góð á Norðurlandi, í Ísafjarðadjúpi og á Faxaflóa.

Sá fyrirvari er á þessum tölum að við gerum ráð fyrir að allir þeir ungar sem við sáum í seinni heimsókninni lifi. Raunveruleg viðkoma getur því orðið lægri ef aðstæður breytast.

Einnig skal tekið fram að þær pysjur sem fundist hafa í Vestmannaeyjabæ undanfarin ár hafa verið undir meðalþyngd og verið seint á ferðinni og því gætu lífslíkur þeirra verið lægri en í eðlilegu árferði.