Fréttir 2015

Brimrof

Veðrið undanfarið hefur líklega ekki farið framhjá neinum og oft hefur fylgt því talsvert brim og þá verður stundum eitthvað undan að láta. Meðfylgjandi myndir voru allar teknar við Þorlaugargerðisgrjót norðan við Klauf á Heimaey 18. febrúar og má víða sjá fersk brotsár í móberginu þar sem brimið hefur náð að brjóta stykki úr. Hér á eftir eru myndirnar látnar tala sínu máli.