Bilun á netþjóni

04. febrúar 2005 kl.11:10

Síðustu vikur hefur heimasíða Náttúrustofu Suðurlands verið óvirk vegna bilunar á netþjóni. Enn er ekki ljóst hvort hægt verður að setja síðuna upp aftur eins og hún var en á meðan hefur gömul útgáfa af heimasíðunni verið sett upp til bráðabirgða.
 

Næstu daga verður unnið að því að koma síðunni í viðunandi ástand og á meðan er beðist velvirðingar á því að bak við nokkra tengla vantar upplýsingar. Þannig vantar núna allar fréttir frá tímabilinu 26. febrúar 2003 til dagsins í dag og allan fróðleik undir tenglunum: Náttúruvernd, Náttúruminjar og Myndir.
 
Stefnt er á að koma þessu í lag á næstu vikum.