Á að opna Surtsey?

03. maí 2005 kl.10:48

Surtsey hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið og þá sérstaklega hvort það ætti að opna hana fyrir ferðamönnum. Í könnun sem er í gangi á vefmiðlinum www.eyjar.net vilja um 80% rúmlega 1500 þátttakenda að Surtsey verði opnuð ferðamönnum.
 

Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands er umfjöllun um umræðurnar sem urðu á Alþingi um þetta mál og um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í Surtsey.