Farfuglakomur

01. mars 2006 kl.10:02

Nú fara farfuglarnir að tínast inn og má búast við að sílamáfur (8. mars) fari að sjást á Heimaey á næstu dögum. Aðrar tegundir sem væntanlega fara hér um á næstunni eru álft (9. mars), grágæs (23. mars), heiðlóa (26. mars), hettumáfur (24. mars), skógarþröstur (22. mars), skúmur (24. mars), stelkur (27. mars) og tjaldur (13. mars). Dagsetningarnar innan sviga sýna hvenær fyrstu fuglarnir komu til landsins á árunum 1998-2002 samkvæmt samantekt Yanns Kolbeinssonar. 

Nánar má sjá hvenær einstakar tegundir komu til landsins á árunum 1998-2005 og fylgjast með komum í ár á slóðinni: http://www.hi.is/%7Eyannk/migrants.htm