Farfuglar

17. apríl 2006 kl.09:45

Um 70 lóur hafa verið á Breiðabakka frá því í gær. Nokkrir hrossagaukar og einn stelkur sáust þann 15. apríl og ein álft hefur að mestu haldið sig í Herjólfsdal frá 12. apríl. Þá sáust tvær grágæsir við tjörnina hjá Höfðabóli í gær. Það er hins vegar tjaldurinn sem er mest áberandi. Í morgun mátti sjá hóp í Sæfjalli og svo voru fuglar í flestum túnum í eynni. Þrestirnir eru einnig nokkuð áberandi.