Flækingsfuglar á Heimaey.

10. maí 2006 kl.19:19

Undanfarna daga hafa nokkrar landsvölur sést á flugi í og við Vestmannaeyjabæ. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar 8. og 10. maí. Síðasta myndin er af hettusöngvara við Skansinn 10. maí.

Landsvala við Ægisgötu 10. maí.
 
Landsvala við Ofanleitisveg 8. maí.
 
Fjórar af fimm landsvölum sem voru við flugbrautarendann við Ofanleitisveg 8. maí.