• Fiðrildaveiðar 2017

08. nóvember 2017

Náttúrustofa Suðurlands var með ljósgildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar áttunda árið í röð. Flestar Náttúrustofur landsins eru nú komnar með ljósgildrur og er söfnunin samstarfsverkefni með Náttúrufræðistofnun Íslands. Gildran bilaði um mitt summar í fyrra en gert var við hana í vetur og var hún sett upp 16. maí og hún losuð vikulega fram til 3. október.
 
Ertuygla (Melanchra pisi)
 
 
Lesa meira

• Viðkoma lundastofnsins 2017

09. ágúst 2017

 Náttúrustofa Suðurlands hefur nú heimsótt tólf lundavörp umhverfis landið og mælt ábúð, varpárangur og viðkomu. Fyrstu tölur eru í töflunni hér fyri neðan.
 
 
 
 
Lesa meira

• Sumarverkefnin að fara af stað

29. maí 2017

Verkefni sumarsins eru öll að fara af stað þessa dagana. Fiðrildavöktunin í Stórhöfða er hafin og um helgina fór Ingvar í fyrstu ferð sumarsins í Ystaklett. Dægurritar voru settir á 17 skrofur síðasta sumar og verður reynt að ná þeim aftur í sumar. 
Skrofa
Lesa meira

• Lundarall 2016

20. júní 2016

Ábúð lundans í Vestmannaeyjum var mæld 16. og 17. júní og reyndist hún 65% sem verður að teljast þokkalegt. Lundarall 2016 hefst svo á morgun 21. júni og verður hægt að fylgjst með því á fésbókarsíðu stofunnar, sjá hér.
 
Lesa meira

• Ársskýrsla Náttúrustofunnar

20. júní 2016

Ársskýrsla Náttúrustofunnar fyrir árið 2015 er komin á netið, sjá hér.
 
Lesa meira

• Verkefni sumarsins eru flest að hefjast

01. júní 2016

Nú eru öll helstu verkefni Náttúrustofunnar að fara af stað. Líkt og síðasta sumar ætlum við að segja frá helstu verkefnunum á Facebook síðu stofunnar og verður minna líf á þessari heimasíðu. Slóð inn á Facebook síðuna er hér.
 
Fiðrildagildra Náttúrustofunnar hefur verið sett út og við tæmingu á þriðjudag var ein hringygla í gildrunni. Myndin hér fyrir ofan er af heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands og upplýsingar um hringyglur á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar má nálgast hér.
 
 
 
 
 
Lesa meira

• Fiðrildaveiðar 2015

16. desember 2015

Náttúrustofa Suðurlands var með ljósagildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar sjötta árið í röð. Flestar Náttúrustofur landsins eru nú komnar með ljósagildrur og er söfnunin samstarfsverkefni með Náttúrufræðistofnun Íslands. Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima og Kristján Egilsson sáu um að losa gildruna þegar starfsmenn Náttúrustofunnar voru fjarverandi. Gildran var sett upp 5. maí og var hún losuð vikulega fram til 20. október.
 
 
Stráygla (Apamea remissa) veiddist í fyrsta sinn í Stórhöfða í sumar
 
 
 
 
 
Lesa meira

• Skýrsla um lundarannsóknir 2014

18. september 2015

Skýrsla Náttúrustofunnar um rannsóknir á lunda 2014 er komin á netið, Lundarannsóknir 2014.
 
Lesa meira

• Staða lundastofnsins á Íslandi, veiðar ekki æskilegar í Vestmannaeyjum.

07. ágúst 2015

Náttúrustofa Suðurlands hefur nú lokið yfirferð sinni um 12 lundavörp á Íslandi. Líkt og undanfarin ár er ástandið ekki gott fyrir sunnan (Vestmannaeyjar, Dyrhólaey og Ingólfshöfði) en ágætt annars staðar (ef Lundey) er undanskilin. Stóra fréttin er sú að bæði Faxaflói (Akurey) og Breiðafjörður (Elliðaey) koma nokkuð vel út í ár. 
Næstu þrjá daga er leyft að veiða lunda í Vestmannaeyjum. Náttúrustofa Suðurlands ítrekar að veiðar í Vestmannayjum eru ekki æskilegar fyrr en viðkoman hefur verið góð a.m.k. fjögur ár í röð en nú hefur viðkoman verið lítil eða engin í meira en tíu ár samfellt. 
Ef menn fara engu að síður til veiða eru þeir hvattir til hófsemi og að ljósmynda nef allra veiddra fugla eða koma hausunum til Náttúrustofu Suðurlands svo hægt verði að aldursgreina veiðina.
 
Lundi með flekkjamjóna í Drangey.
 
 
Lesa meira

• Staða lundastofnsins svipuð og undanfarin ár.

21. júlí 2015

Starfsmenn Náttúrustofunnar eru nú á seinni hringferð sinni um lundavörp landsins. Búið er að skoða Dyrhólaey, Ingólfshöfða, Papey og Hafnarhólma. Fyrstu gögn benda til þess að ástandið sé svipað og undanfarin ár, slæmt fyirr sunnan og vestan en mun skárra á Austurlandi og fyrir norðan. Stefnt er að því að ljúka yfirferðinni í Vestmannaeyjum fyrir lok næstu viku. Hægt er að fylgjast með hringferðinni á Facebook síðu Náttúrustofu Suðurlands og þar birtum við frumniðurstöður jafnóðum og þær koma í hús. Endanleg samantekt kemur svo hér á síðuna þegar öll gögn liggja fyrir.
 
Papeyjarpysja bíður eftir að rannsóknum ljúki svo hún komist aftur heim í holuna.
 
 
 
Lesa meira

• "Glöggt er gests augað"

17. júlí 2015

Náttúrustofan fær oft ábendingar um ýmislegt sem ferðamenn sjá og eru ekki sáttir við, bæði hér á Heimaey sem og annars staðar. Nokkrir hafa látið okkur vita um fjölda dauðra kinda í fjörunni við Garðsenda og plast og ull á girðingum á leiðinni upp í Stórhöfða. Starfsmenn stofunnar fóru í höfðann í morgun og tóku meðfylgjandi myndir. 
 
Í fjörunni við Garðsenda sáum við sex dauðar rollur en við fengum fregnir af því að a.m.k. 12 rolluhræ hafi verið þarna fyrr í sumar.
 
 
 
Lesa meira

• Náttúrustofan á Facebook

10. júlí 2015

Þó lítið hafi verið að gerast hér á síðunni í sumar hefur nóg verið að gerast á Náttúrustofunni. Nánar má fylgjast með starfinu á Facebook síðu stofunnar sem stofnuð var í sumar. Sjá nánar hér. Settur verður betri tengill inn á þá síðu fljótlega.
 
Frá Papey. Náttúrustofa Suðurlands heimsækir Papey tvisvar í sumar og fylgist með varpi lundans.
Lesa meira

• Ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands 2014

12. maí 2015

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands er komin á netið. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.
 
Elliðaey, beðið eftir fari til Heimaeyjar eftir merkingaleiðangur í ágúst 2014
Lesa meira

• Náttúrustofuþing 2015

31. mars 2015

Samtök náttúrustofa halda náttúrustofuþing á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015. Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök náttúrustofa, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur.
Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi. Þingið er opið almenningi og gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og gestafyrirlesara.
 
 
 
 
Lesa meira

• Brimrof

14. mars 2015

Veðrið undanfarið hefur líklega ekki farið framhjá neinum og oft hefur fylgt því talsvert brim og þá verður stundum eitthvað undan að láta. Meðfylgjandi myndir voru allar teknar við Þorlaugargerðisgrjót norðan við Klauf á Heimaey 18. febrúar og má víða sjá fersk brotsár í móberginu þar sem brimið hefur náð að brjóta stykki úr. Hér á eftir eru myndirnar látnar tala sínu máli.
 
 
 
 
Lesa meira

• Farfuglar

12. mars 2015

Þrátt fyrir rysjótta tíð eru fyrstu farfuglarnir farnir að tínast inn. Í gær mátti bæði sjá sílamáf og tjald á Heimaey. Farfuglunum fer að fjölga hratt úr þessu og fyrstu lóurnar gætu farið að sjást eftir tvær vikur.
 
Tjaldur (Haematopus ostralegus) í Löngu 11. mars. 
Lesa meira

• Fuglamerkingar í Vestmannaeyjabæ

11. febrúar 2015

Starfsmenn Náttúrustofunnar hafa merkt nokkuð af spörfuglum í Vestmannaeyjabæ undanfarna vetur. Í vetur hafa veiðst nokkrir merktir fuglar sem ýmist voru merktir á sama stað síðasta vetur eða þá að þeir voru lengra að komnir. Farið er í gegnum þessar endurhemtur hér neðar. Sárast er að sjá hvað mikið af spörfuglum endar líf sitt í kattarkjafti. Höfum við fengið upplýsingar um fimm merkta fugla sem heimiliskettir hafa komið með til eigenda sinna, tvo hettusöngvara, tvo skógarþresti og einn stara.
 
Hettusöngvari (kvk). Náttúrustofan merkti 7 hettusöngvara síðasta haust og náði að auki einum merktum fugli. Að minnsta kosti tveir þessara fugla voru síðar drepnir af heimilisköttum.
 
 
Lesa meira

• Farhættir skrofu

29. október 2014

Náttúrustofa Suðurlands, í samstarfi við Barselónaháskóla og Yann Kolbeinsson á Náttúrustofu Norðausturlands, hefur rannsakað farleiðir og vetrarstöðvar skrofu allt frá árinu 2006. Þetta er gert með því að setja dægurrita á varpfugla í Ystakletti sem síðan eru endurheimtir á sama stað ári síðar. 
 
Skrofur (Puffinus puffinus) á sjó við varpstöðvarnar í Ystakletti.
Lesa meira

• Fiðrildaveiðar 2014

24. október 2014

Náttúrustofa Suðurlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Sæheima og Surtseyjarstofu, var með ljósagildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar fimmta árið í röð. Að þessu sinni var gildran sett upp 7. maí en ekki 16. apríl. Þetta var gert þar sem að á síðustu fjórum árum hafði ekki veiðst fiðrildi í gildruna í Stórhöfða fyrr en í júní. Í ár veiddist svo fyrsta fiðrildið í víkunni sem hófst 11. júní. Veiðum var svo hætt 27. september en þá hafði ljósaperan brotnað. Á síðustu fjórum árum hafa aðeins 4 fiðrildi veiðst eftir 27. september svo ákveðið var að endurnýja ekki ljósaperuna þetta árið.
 
Brandygla (Euxoa ochrogaster).
 
 
 
Lesa meira

• Viðkoma lunda 2014

30. júlí 2014

Nú liggja fyrir frumniðurstöður úr tveimur hringferðum um Ísland þar sem 12 lundabyggðir eru heimsóttar. Hægt er að nálgast stutt yfirlit hér
 
Hér er svo tengill inn á veggspjald þar sem fjallað er um stofnstærð lunda á Íslandi.
 
Náttúrustofa Suðurlands harmar þá ákvörðun Bæjarstjórnar Vestmannaeyja að leyfa lundaveiðar í fimm daga í sumar. Það er mat stofunnar að veiðar við þessar aðstæður séu ósjálfbærar og siðlausar. 
Lesa meira

• Fréttatilkynning um ábúð lunda 2014

15. júlí 2014

Nú er lokið frumvinnslu gagna úr fyrri af tveim hringferðum um landið þar sem tólf lundabyggðir eru heimsóttar. Hægt er að nálgast fréttatilkynningu og stutta ferðasögu í myndum hér.
 
Lundi með dægurrita í Papey 28. júní 2014
Lesa meira

• Kvöldlóa á Heimaey

14. júlí 2014

Kvöldlóa, (Semipalmated Plover - Charadrius semipalmatus) sást á Heimaey 12. júlí og var hún enn á sama stað 14. júlí. Kvöldlóa er náskyld sandlóu (Common Ringed Plover - Charadrius hiaticula) og nauðalík henni. Kvöldlóan er þó sjónarmun minni, svart brjóstbandið er aðeins mjórra, hún hefur þunnan gulan augnhring, hún er ekki með eins áberandi hvíta augnrák aftan við augun, hvíti liturinn nær hærra upp fyrir gogginn sem er aðeins minni og svo hefur kvöldlóan smá fit á milli tánna. Það skal þó tekið fram að erfitt er að sjá mörg þessara einkenna án þess að hafa fuglinn í hendi eða ná af honum myndum.
 
Kvöldlóa á Heimaey
Lesa meira

• Lundavarp fer hægt af stað í Stórhöfða

03. júní 2014

Starfsmenn Náttúrustofunnar kíktu í tíu lundaholur í Stórhöfða í dag. Sjö voru tómar, lundi og egg í tveimur og egg í einni. Varp er því hafið en einhver tími verður látinn líða áður en farið verður í afganginn af holunum sem við vöktum á Heimaey.
 
Erpur Snær Hansen skoðar í lundaholu í Stórhöfða. Í baksýn má sjá vaðandi makríl en nokkuð hefur borið á makril við Eyjar undanfarna daga.
 
Lesa meira

• Farhættir skrofu

27. maí 2014

Í gær var farið í fyrstu ferðina út í Ystaklett til að ná í skrofur með dægurrita. Náttúrustofan hefur sett dægurrita á skrofur, á hverju ári frá 2006, í samstarfi við Barselónaháskóla og Náttúrustofu Norðausturlands. Dægurritarnir eru settir á fugla í varpholum, ári síðar er fuglunum svo náð aftur á sama stað og ritarnir teknir af og aðrir settir í staðinn.
 
 
Skrofa með dægurrita. Þetta er kvenfugl sem ekki náðist aftur í fyrra og því geymir dægurritinn væntanlega upplýsingar um farleið hennar og staðsetningu síðustu tvo vetur.
 
 
Lesa meira

• Ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands 2013

02. maí 2014

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands er komin á netið. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.
 
 
Lundar í Drangey
 
 
 
Lesa meira

• Skýrsla um lundarannsóknir Náttúrustofu Suðurlands 2013

16. desember 2013

Nú er komin á netið skýrsla Náttúrustofu Suðurlands um rannsóknir á lunda 2013. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.
 
Lundi, myndin er tekin í Papey í júlí 2013.
Lesa meira

• Surtsey 50 ára

14. nóvember 2013

Í dag eru 50 ár frá því að menn tóku eftir því að eldgos var hafið tæplega 20 km suðvestur af Heimaey. Framhaldið þekkja flestir og hefur þessara merku tímamóta verið minnst með ýmsu móti. Í sumar var m.a. haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík  12.-15. ágúst , sjá útdrætti erinda hér, og klukkan fjögur  í dag bíður Vestmannaeyjabær upp á kaffi og kökur á Surtseyjarstofu. Einnig stóð til að starfsmenn náttúrustofu leiddu fræðslugöngu um Breiðabakka og Klauf í hádeginu í dag en af því varð ekki vegna slæms veðurs í Eyjum.  Áhugasömum er bent á umfjöllun um Surtsey í tilefni afmælisins á heimasíðum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Eyjafrétta. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Surtsey teknar á síðustu árum og verður bætt við myndum þegar líður á daginn.
 
 
Surtsey á góðum degi
Lesa meira

• Fiðrildaveiðar 2013

12. nóvember 2013

Náttúrustofa Suðurlands, í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Sæheima og Surtseyjarstofu, var með ljósgildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar líkt og þrjú síðustu sumur. Gildran var sett upp 16. apríl og tæmd vikulega á tímabilinu 23. apríl til 5. nóvember. Að þessu sinni veiddust aðeins 168 fiðrildi og var farið með þau á Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Erling Ólafsson aðstoðaði við að greina þau til tegunda.
 
 
Hrossygla (Apamea exulis) var næst algengasta tegundin í sumar.
 
Lesa meira

• Bergflóðið sem féll á Morsárjökul 2007

18. október 2013

Náttúrustofa Suðurlands og Náttúrustofa Norðurlands vestra fóru í sína árlegu rannsóknaferð á Morsárjökul 29. september síðastliðinn. Eins og áður voru útlínur bergflóðsins (skriðunnar), sem féll á jökulinn 2007, staðsettar auk þess sem ákveðinn punktur í skriðunni var mældur. Líkt og áður er skriðan að færast á milli 70 og 80 m niður með jöklinum á ári. Nánar verður sagt frá þessum rannsóknum síðar en hér á eftir eru nokkrar myndir úr ferðinni.
 
Þorsteinn Sæmundsson (NNV) ofan á frambrún skriðunnar.
 
 
Lesa meira

• Sportittlingarnir eru mættir

06. september 2013

Undanfarna daga hafa sést nokkrir sportittlingar á Heimaey. Líklega eru þetta austur grænlenskir varpfuglar á leið til vetrarstöðva í Evrópu og sjást þeir nánast árlega á Heimaey. Flestir sáust á Heimaey árið 2010 eins og sagt var frá hér en nánari upplýsingar um komur sportittlinga til landsins má sjá hér á "The Icelandic Birding Pages".
 
Sportittlingur (Calcarius lapponicus).
Lesa meira

• Merkingar sjó- og stormsvala 2013

01. september 2013

Náttúrustofa Suðurlands stóð fyrir merkingaleiðangri út í Elliðaey helgina 16-18. ágúst. Alls tók 21 þátt í leiðangrinum í ágætisveðri. Farið var út síðdegis á föstudegi og merkt bæði aðfararanótt laugardags og sunnudags. Gist var í veiðihúsinu.
 
Leiðangursmenn á bryggjunni á Heimaey eftir vel heppnaða ferð út í Elliðaey (Ljósm. Kristján Kristinsson).
Lesa meira

• Ábúð og varpárangur lunda á Íslandi 2013

31. júlí 2013

Rannsóknum Náttúrustofu Suðurlands á viðkomu lunda á landsvísu árið 2013 átti að ljúka í síðustu viku. Varp hófst mjög seint á nokkrum stöðum sunnanlands og því verður áfram fyglst með nokkrum svæðum.
Heimsótt voru 13 vörp umhverfis landið í tveimur ferðum, fyrst í seinni hluta júní og svo aftur í júlí. Skoðað var í um 600 merktar varpholur með holumyndavélum og innihald skráð. Að auki voru fæðuberar (sílisfugl) ljósmyndaðir í júlí til að sjá hvaða fæðu lundinn var að bera í pysjuna á hverju svæði fyrir sig.
 
Lundi að bera fæðu (líklega sandsíli) í pysjuna. Myndin er tekin í Grímsey, Steingrímsfirði
 
 
Lesa meira

• Farhættir skrofu

05. júlí 2013

Náttúrustofa Suðurlands hefur fylgst með farháttum skrofu allt frá árinu 2006 í samstarfi við Yann Kolbeinsson á Náttúrustofu Norðausturlands og Háskólann í Barcelóna. Sett eru lítil tæki (dægurritar, gagnaritar, stöðumælar; enska: geolocator) á nokkrar skrofur en tækin skrá tíma og lengd dagsins og þessar upplýsingar duga til að reikna út staðsetningu einstaks fugls á hverjum tíma með nákvæmni upp á nokkra tugi kílómetra. 
 
Yann Kolbeinsson í skrofubyggð í Ystakletti, Heimaklettur í baksýn.
Lesa meira

• Fyrirhuguð lundaveiði í Vestmannaeyjum 2013

28. júní 2013

Náttúrustofa Suðurlands tekur fram að ekkert samráð var haft við stofuna áður en ákveðið var í Bæjarráði Vestmannaeyja 26. júní síðastliðinn (sjá hér) að leyfa lundaveiðar í Vestmannaeyjum í sumar. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Suðurlands undanfarin ár hefur viðkoma lundastofnsins í Vestmannaeyjum verið minni en nemur viðhaldi stofnsins og veiðar því ósjálfbærar.
28. júní 2013.
Dr. Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður.
Dr. Erpur Snær Hansen, sviðstjóri vistfræðirannsókna.
 
 
 
 
Lesa meira

• Fuglaskráningar - eBird

10. maí 2013

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands og fleiri hafa á síðustu tveimur árum skráð nokkuð reglulega hvaða fuglategundir þeir sjá á ferðum sínum í Vestmannaeyjum. Nú vantar helst talningar yfir hásumarið. Þó að þetta séu ekki hávísindalegar talningar gefa þær engu að síður góðar vísbendingar um það hvaða fuglategundir eru á ferðinni á hverjum tíma.
 
Bjartmáfur sést aðallega við Eyjar yfir veturinn á meðan fýllin sést allt árið.
Lesa meira

• Flækingur og farfuglar

16. apríl 2013

Eitthvað er nú farið að tínast inn af farfuglum þrátt fyrir óhagstæð skilyrði. Heiðlóur og hrossagaukar eru farnir að sjást á Heimaey og þrjár álftir hafa haldið til í Herjólfsdal síðustu daga. Skógarþröstum hefur fjölgað og einnig hefur mátt sjá urtendur og gæsir. Margæs hefur haldið til í Víkinni en flestar gæsirnar stoppa ekkert hér. Í Landeyjum eru nú stórir hópar álfta og gæsa á flestum túnum, grágæsir, heiðagæsir, blesgæsir og helsingjar. Auk farfuglanna sást þessi myndarlegi kjarnbítur í Vestmannaeyjabæ í gær og í morgun.
 
Kjarnbítur (Coccothraustes coccothraustes) í reynitré í Vestmannaeyjabæ.
Lesa meira

• Er vorið á villigötum?

28. febrúar 2013

Ekki er hægt að segja annað en að veðrið hafi verið óvenju milt undanfarið og eru ýmsir vorboðar farnir að gera vart við sig, sumir langt á undan áætlun. Fýllinn situr upp, og hefur raunar gert það í allan vetur, og ritan og svartfuglinn settust upp á nokkuð eðlilegum tíma eða 10. febrúar.
 
Þessi maríuerla var við vegkantinn sunnan við golfvöllinn á Heimaey síðdegis í dag. Er hún rúmum mánuði fyrr á ferðinni en eðlilegt má teljast fyrir þessa tegund. Meðalkomutími áranna 1998-2011 er 5. apríl (sjá hér).
 
Lesa meira

• Fiðrildaveiðar 2012

19. nóvember 2012

Náttúrustofa Suðurlands og Sæheimar voru með ljósgildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar líkt og tvö síðustu sumur. Gildran var sett upp 16. apríl og tæmd vikulega á tímabilinu 23. apríl til 5. nóvember og skiptust starfsmenn stofnananna og starfsmaður Surtseyjarstofu á um að vitja aflans. Alls náðust 309 fiðrildi og 15. nóvember var farið með þau á Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Erling Ólafsson aðstoðaði við (sá um) greininguna.
 
 
Grasvefari var algengasta tegundin sem veiddist í Stórhöfða í sumar. Sjá má upplýsingar um tegundina á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands hér. Ljósmynd Erling Ólafsson.
Lesa meira

• Varpárangur lunda umhverfis Ísland 2012

14. ágúst 2012

Nú er lokið frumúrvinnslu gagna eftir tvær hringferðir um Ísland í sumar þar sem metin var ábúð og varpárangur lunda. Farið var í níu Eyjar auk Vestmannaeyja og einnig voru skoðuð vörp í Dyrhólaey, Ingólfshöfða og Hafnarhólma í Borgarfirði. Hér á eftir er að finna niðurstöðurnar í tveimur stöplaritum ásamt gögnum frá árunum 2010 og 2011.
 
Ábúð í nokkrum lundavörpum umhverfis Ísland. Ábúð er það hlutfall hola sem orpið er í hverju sinni.
Lesa meira

• Eldfell fer kólnandi

15. júlí 2012

Nýjar mælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrustofu Suðurlands sýna að Eldfell í Vestmannaeyjum hefur kólnað verulega síðan hiti var mældur þar árið 1990 og búast má við áframhaldandi kólnun næstu árin. Í Eldfelli er að finna fjölda útfellingasteinda og eru sex þeirra nýjar fyrir jarðvísindin.
 
Sveinn P. Jakobsson, Sigurður K. Guðjohnsen og Ingvar Atli Sigurðsson við mælingar í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.
Lesa meira

• Farhættir skrofu

26. júní 2012

Verkefni sumarsins eru nú í fullum gangi og síðustu daga hafa m.a. verið farnar nokkrar ferðir í Ystaklett til þess að ná í dægurrita sem settir voru á skrofur í fyrra. Þetta verkefni hefur verið í gangi frá árinu 2006.
 
Yann Kolbeinsson hjá Náttúrustofu Norðausturlands með skrofu í Ystakletti.
Lesa meira

• Lundatal Vestmannaeyja

17. apríl 2012

Í síðasta hefti tímaritsins Blika birtist grein eftir Erps Snæ Hansen og fleiri um lundatal Vestmannaeyja (Erpur Snær Hansen, Marinó Sigursteinsson og Arnþór Garðarsson 2011. Lundatal Vestmannaeyja. Bliki 31: 15-24). Útdráttur úr greininni er hér fyrir neðan.
 
Vestmannaeyjar, séðar úr suðri. Myndina tók Arnþór Garðarsson.
Lesa meira

• Fiðrildavertíðin er hafin

16. apríl 2012

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands og Sæheima létu smá rok (25 m/sek) ekki hafa áhrif á sig í morgun þegar þeir komu ljósagildru til fiðrildavöktunar fyrir í Stórhöfða á Heimaey. Þetta er þriðja árið í röð sem ljósagildra er sett upp í Stórhöfða.
 
Ljósagildran sett upp í Stórhöfða.
Lesa meira

• Farfuglar - lundinn mættur til Eyja

14. apríl 2012

Fyrstu lundar vorsins eru mættir til Eyja. Um klukkan tvö í dag sáust fjórir lundar norðan við Valshilluhamar í Höfðavík. Nú er bara að sjá hvort að þeim fjölgi ekki í dag og hver veit nema þeir setjist upp í kvöld en undanfarin ár hefur lundinn sest upp um 14. apríl.
 
Einn fjögurra lunda sem spókuðu sig í Höfðavík klukkan tvö í dag, 14. apríl.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Samtaka Náttúrustofa

28. mars 2012

Fimmtudaginn 29. mars flytur Dr. Bjarni K. Kristjánsson, líffræðingur hjá Hólaháskóla, erindi sitt: "Lífríki íslenskra linda".
 
Lesa meira

• Farfuglar - lóan komin til Eyja

27. mars 2012

Farfuglarnir eru byrjaðir að tínast inn og í gær mátti sjá þrjár heiðlóur ofan við Klaufina. Tjaldur sást fyrst 3. mars, sílamáfur 8. mars og í gær og í dag hefur mátt sjá grágæsir og álftir fljúga yfir Heimaey.
 
Þrjár heiðlóur sáust á Heimaey í gær.
Lesa meira

• Fjórar nýjar greinar

07. mars 2012

Nýlega komu út fjórar greinar um rannsóknir sem Náttúrustofa Suðurlands hefur komið að. Í Blika birtust  þrjá greinar og ein birtist  í Náttúrufræðingnum.
 
Bergflóðið sem féll á Morsárjökul 20. mars 2007. Hluti greinarhöfunda, sem birti grein með þessum titli í Náttúrufræðingnum á síðasta ári, á bergflóðinu í Morsárdal 11. júlí 2007.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Samtaka náttúrustofa

20. febrúar 2012

Fimmtudaginn 23. febrúar flytur Dr. Erpur Snær Hansen, líffræðingur á Náttúrustofu Suðurlands, erindi sem hann nefnir: Samanburður breytinga á stofnum lunda og sílis við Ísland og í Norðursjó.
 
 
Lesa meira

• Afkoma lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til aldurs

09. febrúar 2012

Hálfdán Helgi Helgason hefur lokið ritgerð til meistaraprófs við Háskóla Íslands. Ritgerðin er á ensku og nefnist: "Survival of Atlantic Puffins (Fratercula arctica) in Vestmannaeyjar Iceland during different life stages". Hægt er að nálgast ritgerðina í heild með því að smella hér. Lesa má íslenskan útdrátt hér fyrir neðan.
 
Hálfdán Helgi Helgason við rannsóknir í Vestmannaeyjum.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Samtaka Náttúrustofa

24. janúar 2012

Fimmtudaginn 26. janúar klukkan 12:15 flytur Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, erindi sitt: "Hópatferli andarunga."
 
Lesa meira

• Flækingar og aðrir fuglar

10. nóvember 2011

Dvergmáfur hefur haldið sig utan við Eiðið síðustu daga og þar hefur einnig mátt sjá mikið af hánorrænum dökkum fýlum. Hér fyrir neðan koma myndir af nokkrum fuglum sem sést hafa á Heimaey undanfarið.
 
Dvergmáfur (Hydrocoloeus minutus) 8. nóvember.
Lesa meira

• Náttúrustofuþing 2011

21. október 2011

Náttúrustofuþing verður haldið í Neskaupstað miðvikudaginn 26. október næstkomandi. Þar gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa og gestafyrirlesara. Náttúrustofur eru sjö talsins, dreifðar vítt og breitt um landið. Þær mynda með sér Samtök náttúrustofa, sem er samstarfs- og samráðsvettvangur þeirra. Frá árinu 2005 hafa náttúrustofurnar skipst á að halda ráðstefnu haust hvert í tengslum við aðalfund samtakanna. Að þessu sinni er gestgjafinn Náttúrustofa Austurlands. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.
 
Erpur Snær Hansen mun fjalla um varpárangur lunda á þinginu.
 
 
Lesa meira

• Fiðrildaveiðar 2011

17. október 2011

Náttúrustofa Suðurlands og Sæheimar voru með ljósgildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar líkt og síðasta sumar. Gildran var sett upp 15. apríl og tæmd vikulega á tímabilinu 22. apríl til 7. október og skiptust starfsmenn stofnananna og starfsmaður Surtseyjarstofu á um að vitja aflans. Alls náðust 122 fiðrildi og 12. október var farið með þau á Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Erling Ólafsson aðstoðaði við (sá um) greininguna. Gildran verður uppi eitthvað fram í nóvember og ef eitthvað meira veiðist verður því bætt inn.
 
Gulygla. Sjö gulyglur komu í ljósgildruna í Stórhöfða í september. Myndin er tekin af heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Lesa meira

• Sæsvölumerkingaleiðangur Náttúrustofu Suðurlands

08. september 2011

Helgina 19-21. ágúst fóru tveir starfsmenn Náttúrustofunnar ásamt sex sjálfboðaliðum út í Elliðaey til að merkja stormsvölur og sjósvölur. Gist var í veiðihúsi Elliðaeyjamanna og vilja leiðangursmenn þakka veiðifélaginu kærlega fyrir afnotin af húsinu.
 
Sjósvala í svartamyrkri í Elliðaey. Myndina tók Guðmundur Geir.
Lesa meira

• Svalbrúsi sést við Heimaey.

17. ágúst 2011

Svalbrúsi (Gavia adamsii) sást við Heimaey í morgun. Svalbrúsi er stærstur brúsanna, lítið eitt stærri en himbrimi. Þetta er í fyrsta skipti sem svalbrúsi sést við Ísland. Þeir verpa við íshafsströnd Rússlands, norður Kanada og Alaska en á veturna sjást þeir t.d. suður með Noregsströndum. Var orðið löngu tímabært að svalbrúsi fyndist við Ísland. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar frá Breiðabakka. Einnig má skoða myndir af fuglinum hér.
 
Svalbrúsi (Gavia adamsii).
Lesa meira

• Ráðleggingar varðandi eggjatöku og lundaveiði í Vestmanneyjum 2011.

25. maí 2011

Náttúrustofa Suðurlands leggur til að ekki verði leyft að tína svartfuglsegg í Vestmannaeyjum í ár og að engin lundaveiði verði leyfð næstu ár. Hér fyrir neðan má sjá stytta útgáfu af greinargerð og tillögum úr bréfi sem sent var á Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja.
 
Lesa meira

• Opinn fundur um lunda- og sílarannsóknir. Ráðgjöf um lundaveiði í Vestmannaeyjum. Fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 20:30 í sal Akóges við Hilmisgötu 15.

10. maí 2011

Fimmtudaginn 12. maí Kl: 20:30 standa Náttúrustofa Suðurlands, útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmannaeyjum og Þekkingarsetur Vestmannaeyja fyrir fundi þar sem kynntar verða niðurstöður rannsókna á lunda- og sandsílastofnum við Vestmannaeyjar og víðar. Einnig verður stuttlega sagt frá breytingum hjá bjargfugli undanfarna áratugi. Sjá dagskránna hér fyrir neðan.
 
Lesa meira

• Lundinn er mættur

18. apríl 2011

Eftir hádegi í gær sást lundinn í fyrsta sinn á þessu ári á sjónum út af Heimaey og síðdegis mátti sjá hann skoða sig um í vörpunum.  Þetta er nokkuð eðlilegur tími en í fyrra settist lundinn upp 13. apríl.
 
Lesa meira

• Landsvölur í Eyjum

11. apríl 2011

Sunnanáttin síðasta laugardag bar með sér nokkuð af flækingum til Eyja auk farfugla. A.m.k. sex landsvölur og ein bæjasvala sáust við höfnina og af farfuglum sáust bæði sandlóa og þúfutittlingur í fyrsta sinn í ár.
 
Landsvala (Hirundo rustica) í Vestmannaeyjum 9. apríl 2011.
Lesa meira

• Málstofa um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við Ísland

29. mars 2011

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið og hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga.
 
Lesa meira

• Fræðsluerindi Samtaka náttúrustofa

29. mars 2011

Fimmtudaginn 31. mars kl. 12.15 flytur Dr. Þorleifur Eiríksson, líffræðingur  og forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, erindi sitt: "Er úrgangur frá fiskeldi vandamál"? 
 
Lesa meira

• Fiðrildaveiðar 2010.

09. mars 2011

Náttúrustofa Suðurlands og Sæheimar voru með ljósgildru til fiðrildaveiða úti í Stórhöfða síðasta sumar. Gildran var tæmd vikulega á tímabilinu 7. maí til 9. nóvember. Alls náðust 183 fiðrildi og síðasta mánudag var farið með aflann á Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Erling Ólafsson aðstoðaði við (sá um) greininguna.
 
Hluti fiðrildanna sem komu í gildruna í Stórhöfða.
Lesa meira

• Fýll sem var merktur 17. október 1970 endurheimtur!

01. mars 2011

Merktur fýll kom í fiskinet við Eyjólfsklöpp suðvestur af Heimaey 18. febrúar síðast liðinn og leit merkið út fyrir að vera nokkuð gamalt. Haft var samband við Óskar Sigurðsson í Stórhöfða en hann hefur merkt ófáa fýla í gegnum tíðina. 
 
Fýll á flugi við Ofanleitishamar á Heimaey.
 
 
Lesa meira

• Mikið af fýl við Eyjar.

28. febrúar 2011

Óvenju mikið er um fýl við Heimaey þessa dagana og má oft sjá tugþúsundir fugla utan við Eiðið. Þar eru þeir í loðnuúrgangi sem kemur nú í talsverðu magni úr ræsinu vestast á Eiðinu.
 
Mjög dökkur fýll. 
 
Lesa meira

• Það vorar snemma í Vestmannaeyjum í ár.

24. febrúar 2011

Óhætt er að segja að frekar hlýtt hafi verið í Vestmannaeyjum undanfarnar vikur og má sjá það greinilega í húsagörðum. Yllirinn í garðinum hjá mér er t.d. farinn að laufgast og einnig má sjá glitta í grænt á flestum rósarunnunum. Þetta er um mánuði fyrr en í fyrra en þá kól líka allt heila klappið í maí og tók ekki við sér aftur fyrr en vel var komið fram í júlí. Spurning hvort það sama gerist ekki í ár.
 
Þessi heiðlóa hefur eitthvað litið skakkt á dagatalið í ár. Hér má sjá á hvaða tíma farfuglarnir eru oftast að koma til landsins.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Samtaka náttúrustofa

21. febrúar 2011

Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 12.15 flytur Yann Kolbeinsson, líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, erindi sitt: Komur amerískra flækingsfugla til landsins. 
 
 
 
Lesa meira

• Varpárangur ritu í Skiphellum á Heimaey

14. febrúar 2011

Varpárangur ritu (Rissa tridactyla) var kannaður í Skiphellum á Heimaey um mánaðarmót júlí og ágúst árin 2009-2010. Taldir voru ungar í rúmlega 100 setrum hvort árið. Niðurstöður voru þessar:
 
2009 = 0,26 ungar á par (n = 109)
2010 = 0,69 ungar á par (n = 127). 
 
Hluti varpsins í Skiphellum.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Samtaka Náttúrustofa

24. janúar 2011

Fimmtudaginn 27. janúar klukkan 12:15-12:45 flytur Menja von Schmalensee, líffræðingur á Náttúrustofu Vesturlands, erindi sitt: Framandi og ágengar tegundir á Íslandi.
 
Lesa meira

• Vetrarfuglatalnig Náttúrufræðistofnunar Íslands

20. janúar 2011

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram sunnudaginn 9. janúar síðastliðinn. Að venju var talið á nokkrum svæðum á Heimaey og að þessu sinni var bætt við nýju svæði fyrir norðan Dalfjall og Klif, þ.e. frá Stafnsnesi að Stóra Erni. Náttúrufræðistofnun Íslands birtir niðurstöður talninganna á heimasíðu sinni og má þar skoða niðurstöðurnar aftur til ársins 2002. Nýjustu tölurnar frá Vestmannaeyjum má sjá hér, og upplýsingar um svæðin eru hér.
 
 
 
Sefgoði (Podiceps grisegene) ásamt toppönd í Höfðavík.
Lesa meira

• Veggspjöld um rannsóknir á sjófuglum

04. janúar 2011

Á heimasíðuna hafa verið sett nokkur veggspjöld þar sem kynntar eru rannsóknir á sjófuglum við Vestmannaeyjar. Hægt er að skoða þau með því að smella á: "Fróðleikur" hér til hliðar og svo á hvert veggspjald fyrir sig.
 
Lesa meira

• Flækingsfuglar á Heimaey haustið 2010

06. desember 2010

Nokkuð var um erlenda flækingsfugla á Heimaey nú í haust. Mest áberandi var stór hópur sportittlinga sem kom undir lok ágústmánaðar og var hér langt fram í september. Einnig var hér fjöldi silkitoppa í október. Hér sáust líka þrjár norður amerískar tegundir sem aldrei áður hafa sést á Heimaey (grímuskríkja, rákatíta og grastíta) og nokkrar tegundir sem eru sárasjaldgæfar (dvergtittlingur, heiðatittlingur, hrísastelkur, trjástelkur og gulllóa).
 
Grímuskríkja (Geothlypis trichas) á Eldfellshrauni 4. október. Þetta er aðeins annar fuglinn sem sést á Íslandi. Sá fyrsti fannst árið 1997.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofa

23. nóvember 2010

Fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 12:15 flytur líffræðingurinn Gunnar Þór Hallgrímsson, á Náttúrustofu Reykjaness, erindi sem hann nefnir: Farhættir íslenskra sílamáfa.
 
 
 
 
 
Lesa meira

• Fyrsta ársskýrsla Samtaka náttúrustofa komin út.

15. október 2010

Út er komin ársskýrsla Samtaka náttúrustofa (SNS) fyrir árið 2009. Skýrslan inniheldur umfjöllun um starfsemi náttúrustofa, sem eru sjö talsins og dreifðar um landið. Þetta er í fyrsta sinn sem SNS gefur út sameiginlega ársskýrslu fyrir allar náttúrustofurnar en hún sýnir svo ekki er um að villast að á náttúrustofunum er unnið mikilvægt, fjölbreytt og áhugavert starf í tengslum við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf um náttúrutengd málefni.
Skýrslan, sem er um 60 síður að lengd, er aðgengileg á netinu, bæði á heimasíðu Samtaka náttúrustofa www.sns.is og á heimasíðum einstakra náttúrustofa. Þeim sem vilja eignast prentað eintak af skýrslunni er bent á að hafa samband við Samtök náttúrustofa eða næstu náttúrustofu.
 
 
Lesa meira

• Náttúrustofuþing 2010

04. október 2010

Náttúrustofuþing 2010 verður haldið á Hótel Hvolsvelli þriðjudaginn 12. október.  Þingið hefst klukkan 13:30 og lýkur því klukkan 16:30. Kynnt verða nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem starfsmenn náttúrustofanna eru að vinna og einnig verða fluttir tveir gestafyrirlestrar.
Þingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.
 
 
Lesa meira

• Sportittlingar á ferð á Heimaey

29. ágúst 2010

Undanfarna daga hefur mátt sjá nokkurn fjölda sportittlinga á Heimaey. Á fimmtudag voru 18 fuglar á Ofanleitishamri rétt sunnan golfvallar og í dag voru a.m.k. 26 fuglar í tveimur hópum á hamrinum. Áður höfðu tveir fuglar sést í Surtsey 19. ágúst. 31. ágúst voru fuglarnir a.m.k. 120 á Ofanleitishamri.
 
Sportittlingur á Nýja hrauninu.
Lesa meira

• Lundavarp misferst algerlega í Vestmannaeyjum og víðar um land

11. ágúst 2010

Útlit er fyrir að mjög fáar lundapysjur komist á legg í Vestmannaeyjum, Akurey, Ingólfshöfða og Papey í ár. Nú hafa egg ýmist verið afrækt eða pysjurnar drepist fljótlega eftir klak í öllum þeim holum sem Náttúrustofan hefur fylgst með í sumar.
 
 
Varpárangur mældur í Papey í lok júlí.
Lesa meira

• Ástand nokkurra lundabyggða á Íslandi

16. júlí 2010

Erpur Snær Hansen, Erna Svanhvít Sveinsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og Marinó Sigursteinsson fóru í 12 lundabyggðir umhverfis landið 15-27. júní en þá var búið að skoða rannsóknaholur í Vestmannaeyjum.
 
Erna, Marinó og Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, í Lundey á Skjálfanda.
Lesa meira

• Rannsóknir á farháttum skrofu

06. júlí 2010

Rannsóknir Náttúrustofu Suðurlands og fleiri á farháttum skrofu halda áfram í sumar. Búið er að ná aftur þremur af sex gagnaritum sem settir voru á síðasta sumar.
 
Skrofa í Ystakletti 4. júlí 2010. Búið er að koma nýjum gagnarita á skrofuna en þetta er fimmta árið sem þessi tiltekna skrofa ber gagnarita.
Lesa meira

• Talsvert hrun úr Bjarnarey

17. maí 2010

Nokkuð hefur hrunið úr Bjarnarey síðustu daga í a.m.k. þremur atburðum.
 
Norðvesturhorn Bjarnareyjar þar sem sjá má þrjú brotsár. Nýjasta og minnsta hrunið er lengst til vinstri á myndinni og svo má sjá tvö brotsár í bergstálinu fyrir miðri mynd. Efst hefur hrunið úr efstu brún og svo hefur stór fylla farið rétt ofan við mitt bergstálið.
Lesa meira

• Vikur og gjallmolar á fjörum Heimaeyjar

11. maí 2010

Nokkuð hefur borið á vikri á fjörum Heimaeyjar undanfarna daga og er hann mest áberandi í Brimurð, Höfðavík og Klaufinni.
 
Vikur úr Eyjafjallajökli ásamt þara í Höfðavík.
 
Lesa meira

• Gosið í Eyjafjallajökli er enn í gangi

28. apríl 2010

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af gosmekkinum í Eyjafjallajökli, flestar eru teknar frá Heimaey en einnig voru nokkrar teknar á fastalandinu vestan við jökulinn.
 
Stórhöfði 27. apríl kl. 17:53.
 
 
Lesa meira

• Vel heppnaður kynningarfundur um Surtsey

27. apríl 2010

 
Laugardaginn 24. apríl síðastliðinn var Surtseyjarfélagið með kynningarfund í Svölukoti um rannsóknir í Surtsey og verndun eyjarinnar.
 
 
 
Hallgrímur Jónasson, formaður Surtseyjarfélagsins, kynnti starfsemi félagsins.
 
Lesa meira

• Gos í Eyjafjallajökli

14. apríl 2010

Gos er hafið í toppgíg Eyjafjallajökuls nokkrum dögum eftir að gosinu lauk á Fimmvörðuhálsi.
Lesa meira

• Hann er kominn!

13. apríl 2010

Lesa meira

• Utanvegaakstur á Heimaey.

12. apríl 2010

 
Á sama tíma og margir landsmenn fylgdust með umfjöllun fréttamiðlanna um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var fríður hópur fólks að leika sér á torfæruhjólum á nýja hrauninu á Heimaey.
Lesa meira

• Málþing um jarðminjagarða

10. mars 2010

Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um Jarðminjagarða (Geopark) á Íslandi í Salnum, Kópavogi. Það eru Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Jarðfræðifélag Íslands sem standa að málþinginu.
 
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofa

22. febrúar 2010

Fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 12:15 flytur jarðfræðingurinn Ingvar A. Sigurðsson, á Náttúrustofu Suðurlands, erindi sem hann nefnir: Hnyðlingar í íslenskum gosmyndunum.
 
 
 
Lesa meira

• Vindrof á Sæfjalli

28. janúar 2010

Það bles aðeins í Eyjum á fimmtudaginn í síðustu viku og á nokkrum stöðum hefur þunn gróðurþekjan hreinlega fokið af móberginu. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar þriðjudaginn 26. janúar síðastliðinn á gígbarmi Sæfjallsins í Kinn.
 
 
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofa

25. janúar 2010

 
 
Fimmtudaginn 28. janúar klukkan 12:15 flytur líffræðingurinn Rán Þórarinsdóttir, á Náttúrustofu Austurlands, erindi sem hún nefnir: Æðarfugl Somateria mollissima - Gerð og samsetning ungahópa -.
 
 
 
 
Lesa meira

• Grein um fæðu súlunnar í Blika

07. janúar 2010

Í nýjasta tölublaði Blika er grein eftir Freydísi Vigfúsdóttur og fleiri sem nefnist: Fæða súlu við Ísland. Hægt er að nálgast greinina hér.
 
Lesa meira

• Grein um lundann í nýjasta tölublaði Fugla

21. desember 2009

Í nýjasta tölublaði fugla, tímariti Fuglaverndar, er grein eftir Erp Snæ Hansen og fleiri um lundann. Hægt er að nálgast greinina hér.
 
Lesa meira

• Sléttumáfur heimsækir Eyjar

09. desember 2009

Ungur sléttumáfur (Larus pipixcan) sást við Vestmannaeyjahöfn sunnudaginn 6. desember. Hann hélt sig á sama stað daginn eftir og komu m.a. þrír fuglaskoðarar í dagsferð með Herjólfi til að sjá fuglinn en sléttumáfar hafa aðeins sést þrisvar áður á Íslandi svo vitað sé.
 
Sléttumáfurinn (e: Franklin's Gull) á nyrðri hafnargarðinum. Myndin er tekin frá Herjólfi.
Lesa meira

• Hvalreki í Brimurð

26. nóvember 2009

Í gær rak dautt smáhveli á land í Brimurð. Talið er að þetta sé nýfæddur háhyrningskálfur.
 
 
Háhyrningskálfurinn, sem er um 2,6 m að lengd, er frekar illa farinn og hefur verið einhvern tíma að velkjast í sjónum.
 
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofa

23. nóvember 2009

Fimmtudaginn 27. nóvember klukkan 12:15 flytur líffræðingurinn Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, á Náttúrustofu Norðurlands vestra, erindi sem hún nefnir: Fuglalíf á votlendissvæðum Skagafjarðar.
 
Lesa meira

• Málþing um náttúruvernd

19. nóvember 2009

Föstudaginn 20. nóvember kl. 13-16:30 stendur Umhverfisstofnun fyrir málþingi um náttúruvernd í Rúgbrauðsgerðinni. Sjá nánar í auglýsingunni hér fyrir neðan.
 
 
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofa

26. október 2009

 
Fimmtudaginn 29. október klukkan 12:15 flytur líffræðingurinn Aðalsteinn Örn Snæþórsson, á Náttúrustofu Norðausturlands, erindi sem hann nefnir: Fiðrildi fylla Jökulsárgljúfur.
 
Lesa meira

• Náttúrustofuþing 2009

01. október 2009

Þann 8. október næstkomandi munu Samtök Náttúrustofa á Íslandi (SNS) standa fyrir náttúrustofuþingi. Þetta er í fimmta skipti sem slíkt þing er haldið í tengslum við ársfund félagsins.
Að þessu sinni sér Náttúrustofa Reykjaness í Sandgerði um undirbúning þingsins og verður það haldið í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Dagskráin hefst klukkan 09.30 með ávarpi umhverfisráðherra og stendur til 17:00 eins og meðfylgjandi dagskrá sýnir.
Þingið er öllum opið, bæði á allt þingið eða einstaka fyrirlestra.
 
Lesa meira

• Ný grein um áhrif vinds á far skrofunnar

29. september 2009

 
Undanfarin ár hefur Náttúrustofa Suðurlands tekið þátt í rannsóknum á farleiðum skrofunnar. Settir voru gagnaritar á varpfugla í Ystakletti og þeir svo teknir aftur þegar fuglinn kom til baka í varpið ári síðar. 
Lesa meira

• Svölumerkingar 2009

17. ágúst 2009

Náttúrustofa Suðurlands tók þátt í merkingarleiðangri fuglaáhugamanna út í Bjarnarey helgina 14-16. ágúst. Samtals voru merktir rúmlega 600 fuglar.
 
Stormsavala (Hydrobates pelagicus).
Lesa meira

• Lundaveiðar í Vestmannaeyjum 2009

21. júlí 2009

 
Heimilt verður að veiða lunda í fimm daga í ár frá laugardeginum 25. júlí til miðvikudagsins 29. júlí.
 
Lesa meira

• Fyrstu lundapysjurnar farnar að klekjast í Vestmannaeyjum

10. júlí 2009

Starfsmenn Náttúrustofu fundu fyrstu pysjuna í vöktunarholu í fyrradag, þann 8.júlí og í gær sáust þrjár pysjur í holum í Álsey. 
Lesa meira

• Staða lundavarps í lok júní 2009

29. júní 2009

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands hafa undanfarnar vikur rannsakað varpárangur lunda í u.þ.b. 250 holum á fimm stöðum í Vestmannaeyjum.
 
Lesa meira

• Farhættir skrofa

29. júní 2009

Rannsóknir halda áfram á farháttum skrofa.
 
Lesa meira

• Fjöldi þistilfiðrilda á Heimaey

04. júní 2009

Þessa stundina er mikill fjöldi þistilfiðrilda á Heimaey. Myndin hér fyrir neðan var tekin úti á Eiði í hádeginu. Nánar má lesa um þistilfiðrildi hér.
 
Lesa meira

• Heiðlóa verpur í Surtsey

25. maí 2009

Heiðlóuhreiður með fjórum eggjum fannst í Surtsey 20. maí. Þar með er heiðlóan 15. fuglategundin sem verpur í Surtsey.
 
 
Fyrstu heiðlóueggin í Surtsey.
Lesa meira

• Landsvölur og bæjasvölur

15. maí 2009

Þriðjudaginn 12. maí mátti sjá 9 landsvölur (Hirundo rustica) og 2 bæjasvölur (Delichon urbicum) við tjörnina í Herjólfsdal og á sama tíma var stök landsvala við Fiskiðjuna og bæjasvala við Eyjaberg. Svölurnar sem voru í Herjólfsdal hafa nú dreift sér um bæinn og má sjá þær á sveimi þar sem helst má búast við að eitthvað æti (flugur) sé að finna. Frekari upplýsingar um svölukomur má sjá í frétt frá 23. mars í ár.
 
 
Landsvala.
 
 
Bæjasvala við tjörnina í Herjólfsdal.
 
 
Lesa meira

• Fræðsluerindi Samtaka Náttúrustofa

27. apríl 2009

Fimmtudaginn 30. apríl  klukkan 12:15 flytja líffræðingarnir Þorleifur Eiríksson og Böðvar Þórisson á Náttúrustofu Vestfjarða erindi sem þeir nefna: Athuganir á Dýra- og Önundarfirði fyrir og eftir þverun.

Hægt er að fylgast með erindinu í fyrirlestrasal á 3. hæð í Þekkingarsetri Vestmannaeyja að Strandvegi 50.
 
 
Lesa meira

• Krossnefir

12. apríl 2009

Krossnefur (Loxia curvirostra) er finkutegund sem flækist stundum til Íslands. Talsvert hefur borið á krossnefum í barrskógum á Suðurlandi frá því síðasta haust og nú er ljóst að margir hafa orpið og komið upp ungum í vetur.
Lesa meira

• Dökkir fýlar

02. apríl 2009

Fýllinn heldur til við Vestmannaeyjar svo til allt árið, það er helst í stífum norðanáttum að vetri sem hann hverfur í einhverja daga. Á vorin og haustin má að auki sjá hér dekkri afbrigði (blue morph) sem eiga sín aðalheimkenni norðar, t.d. við Svalbarða.
Lesa meira

• Þrjár svölutegundir flækjast til Eyja

23. mars 2009

Um helgina mátti sjá þrjár tegundir af svölum á Heimaey. Þetta voru landsvala (Hirundo rustica), bæjasvala (Delichon urbicum) og bakkasvala (Riparia riparia).
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofa í fjarfundabúnaði

20. mars 2009

Fimmtudaginn 26. mars klukkan 12:15 flytur Róbert A. Stefánsson, líffræðingur á Náttúrustofu Vesturlands, erindið: Glókollur á Vesturlandi.
Lesa meira

• Farfuglar

13. mars 2009

Farfuglarnir eru farnir að tínast til landsins og nú síðdegis mátti sjá stakan tjald innan við Hörgeyrargarðinn. Þetta er þó ekki fyrsti tjaldurinn sem sést á Heimaey í ár þar sem einn sást á flugi fyrir rúmri viku. Búast má við fjölgun farfugla næstu daga þar sem tími er kominn á nokkrar tegundir og þær farnar að sjást á fastalandinu. Má þar nefna sílamáf, skúm og álft.
Lesa meira

• Fræðsluerindi í fjarfundabúnaði um land allt

23. febrúar 2009

Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 12:15 - 12:45 flytur dr. Agnar Ingólfsson erindi fyrir hönd Náttúrustofu Reykjaness.
Lesa meira

• Ný heimasíða

21. febrúar 2009

Nú er verið að endurnýja heimasíðu Náttúrustofu Suðurlands. Reikna má með að einhverjir dagar líði þar til heimasíðan er komin á það form sem að er stefnt og biðjum við gesti um að gefa okkur smá tíma.
 
Lesa meira

• Æðarkóngur og blendingur

19. febrúar 2009

Mikið hefur verið að síld í höfninni í Vestmannaeyjum undanfarið og fylgir henni mikið af fugli.
Lesa meira

• Fræðsluerindi

28. janúar 2009

 
 
Fimmtudaginn 29. janúar heldur Hálfdán Helgi Helgason, meistaranemi í líffræði við Háskóla Íslands, fræðsluerindi í gegnum fjarfundabúnað.
 
Lesa meira

• Hrun úr Fiskhellum

28. október 2008

Í morgun (28. október 2008) mátti sjá að nokkuð hafði hrunið úr Fiskhellum. Brotsárið er nálægt efstu brún og hefur stykkið lent á syllu og brotnað áður en það lenti í frosinni brekkunni. Jarðvegurinn hefur tekið mesta höggið en nokkur brot náðu þó alla leið niður að göngustígnum í í Herjólfsdal. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar nú eftir hádegið.
Lesa meira

• Hrun úr Klifinu

16. september 2008

Um klukkan 13 í dag hrundi stór steinn úr Klifinu og fór hann niður undir veg í botninum á Friðarhöfn. Steinn mældist 2,8 m * 2,3 m * 1,8 m eða um 12 rúmmetrar og vegur því um 30 tonn. Smá útslag sést á jarðskjálftamælinum hér í Eyjum klukkan 13.02 og sýnir það væntanlega þegar steinninn var að falla niður. Myndin hér fyrir neðan sýnir steininn og slóðina eftir hann.
Lesa meira

• Berghlaupið á Morsárjökul

19. ágúst 2008

Berghlaupið sem féll á Morsárjökul í fyrra var skoðað aftur í síðustu viku.
Lesa meira

• Glóbrystingsvarp á Þingvöllum

05. ágúst 2008

Meðfylgjandi myndir voru teknar af glóbrystingsungum í grenilundi við Þingvelli 1. og 2. ágúst. Þetta mun vera annað eða þriðja staðfesta varp þessarar tegundar á Íslandi.
 
Lesa meira

• Farhættir skrofa.

13. júní 2008

Rannsóknir á farháttum skrofa halda áfram.
Lesa meira

• Lítilsháttar hrun úr fjöllum á Heimaey

30. maí 2008

Smá hraun varð úr fjöllum á Heimaey í Suðurlandsskjálftanum í gær.
Lesa meira

• Flækingsfuglar

14. maí 2008

Talsvert hefur borið á flækingsfuglum á Heimaey undanfarna daga. Mest hefur borið á bæja- og landsvölum en einnig hefur mátt sjá barrfinkur, ískjóa, bjarthegra, taumönd og snjógæs. Snjógæsin er það spök að líklegt verður að telja að hún komi úr fuglagarði einhversstaðar í Evrópu. Nokkra flækinganna má sjá hér fyrir neðan.
Lesa meira

• Pálsfiskur

05. maí 2008

Myndin hér fyrir neðan sýnir Pálsfisk sem skipverjar á Frá veiddu við Eldeyjarboða í apríl síðastliðnum. Í bókinni: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson kemur fram að einn 24,5 sm Pálsfiskur hafi veiðst hér við land á 73 m dýpi á Sandvík norðan Reykjaness. Samkvæmt Jónbirni Pálssyni er þessi fiskur sá þriðji sem veiðist hér við land á þessu ári og sá fjórði sem vitað er um hér við land frá upphafi.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofanna

25. mars 2008

Fimmtudaginn 27. mars heldur Hafdís Sturlaugsdóttir, landnýtingarfræðingur á Náttúrustofu Vestfjarða, erindi í gegnum fjarfundabúnað. Erindið nefnist: „Man sauður hvar gekk lamb“ og með hverjum? Atferlisrannsókn á sauðfé á Ströndum. Erindið hefst klukkan 12.15 og er m.a. hægt að fylgjast með því á þriðju hæð Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja að Strandvegi 50. Sjá nánar hér fyrir neðan.
 
Lesa meira

• Staða lundastofns Vestmannaeyja 2008

18. mars 2008

Sunnudaginn 20. september klukkan 20:00 standa Náttúrustofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vestmannaeyja fyrir opnu málþingi um ástand lundastofnsins við Vestmannaeyjar. Sjá dagskránna hér fyrir neðan. Hér er hægt að skoða nýja skýrslu um stöðu lundastofnsins við Vestmannaeyjar.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofanna

26. febrúar 2008

Fimmtudaginn 28. febrúar heldur Róbert Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands erindi í gegnum fjarfundabúnað. Erindið nefnist: Áhrif vegfyllingar og þverunar fjarðar á þéttleika og landnotkun minks. Erindið hefst klukkan 12.15 og er m.a. hægt að fylgjast með því á þriðju hæð Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja að Strandvegi 50. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Lesa meira

• Styrkur til rannsókna á lunda

02. febrúar 2008

Náttúrustofa Suðurlands hefur í samstarfi við fleiri stofnanir fengið styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) til rannsókna á lunda við Vestmannaeyjar.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofanna

24. október 2007

Fimmtudaginn 25. október verður 6. erindið í fyrirlestraröð Samtaka Náttúrustofa.
Lesa meira

• Andarnefjur í Vestmannaeyjahöfn

17. september 2007

Tvær andarnefjur sáust í Vestmannaeyjahöfn laugardaginn 15. september.
Lesa meira

• Skrofur og kettir í Ystakletti

17. ágúst 2007

Í sumar tókst að endurheimta tíu af þeim tuttugu gangritum sem settar voru á skrofur í Ystakletti í fyrra. Verða það að teljast mjög góðar endurheimtur og þá sérstaklega þar sem í ljós hefur komið að kettir hafa komið sér fyrir í skrofuholum í miðju varpinu
Lesa meira

• Bergfræði Heimaeyjar

17. ágúst 2007

Söfnun bergsýna úr úteyjum Vestmannaeyja hefur staðið yfir í sumar.
Lesa meira

• Nýr starfsmaður

15. júní 2007

Dr. Erpur Snær Hansen hóf störf hjá Náttúrustofu Suðurlands þann 11. júní. Erpur mun m.a. vinna að rannsóknum á lundastofninum í Vestmannaeyjum. Nánari umfjöllun kemur síðar.
Lesa meira

• Skrofur

15. júní 2007

Síðustu nótt og í morgun tókst að endurheimta þrjár skrofur með gangrita í Ystakletti.
Lesa meira

• Hvítur hrossagaukur

22. maí 2007

Hvítur hrossagaukur hefur orpið á Heimaey undanfarin ár og segir sagan að eitt árið hafi bæði verið hvítt egg og egg með eðlilegum lit í hreiðrinu.
Lesa meira

• Litmerktar sandlóur

15. maí 2007

Þrjár merktar sandlóur sáust í og við Klaufina í gærkvöldi. Tvær voru litmerktar en sú þriðja var eingöngu með stálhring. Litmerktu fuglarnir eru karlfuglar sem Vigfús Eyjólfsson merkti á hreiðrum 22. júní í fyrra nálægt þeim stöðum sem þeir sáust á í gær. Einnig merkti Vigfús níu unga á Heimaey og er hugsanlegt að þriðji fuglinn sé einn þeirra.
Lesa meira

• Fyrsta skrofan endurheimt

09. maí 2007

Í gær fóru Yann Kolbeinsson, Ingvar Atli Sigurðsson og Hrafn Svavarsson í fyrstu ferðina út í Ystaklett til að leita að þeim 20 skrofum sem staðsetningartæki (gangritar) voru sett á í fyrra.  Talsvert var af skrofum í varpinu og klukkan rúmlega 1 í nótt náðist fyrsta skrofan með gangrita. Tækið var tekið af og nýtt sett í staðinn. Áfram verður leitað næstu sólarhringa og ættu fljótlega að liggja fyrir upplýsingar um það hvar skrofurnar halda sig yfir vetrartímann. Það er skrofusérfræðingurinn Jacob González-Solís frá Barselónaháskóla sem stjórnar þessu verkefni í samstarfi við Náttúrustofuna.
Lesa meira

• Nýjar aldursgreiningar á bergi frá Heimaey.

02. maí 2007

Komnar eru nýjar aldursgreiningar á Norðurklettunum á Heimaey
Lesa meira

• Farflug

16. apríl 2007

Það hefur verið mikið um farfugla á ferðinni undanfarið og hefur mátt sjá ýmsa fremur sjaldgæfa fargesti á Heimaey. Í gær mátti sjá flórgoða, tvær gargendur og nokkrar urtendur í Höfðavik og í tjörninni við golfskálann voru þrjár stokkendur, urtönd og álft. Af öðrum tegundum sem sést hafa undanfarið má nefna brandönd og rauðhöfðaendur. Nokkuð hefur verið um grágæsir og heiðagæsir og stórir hópar á lóum hafa verið á túnum suður á eyju.
Lesa meira

• Farfuglakomur.

08. apríl 2007

Þeim fjölgar óðum farfuglunum sem sjást á Heimaey. Þann 3. apríl sáust fyrstu lóurnar á Breiðabakka en lóurnar eru nokkuð seinna á ferðinni í ár en í fyrra. Í gær sáust 25-30. hrossagaukar rétt sunnan við skátastykkið og tveir stelkar voru í Klaufinni í morgun. Tjöldunum hefur fjölgað mikið undanfarið og bæði grágæsir og álftir hafa haft hér stutta viðdvöl. Þá sáust skrofur út af Stórhöfða þann 25. mars og sama dag sást stök brandönd í Höfðavíkinni.
Lesa meira

• Ráðstefna um lundastofninn í Vestmannaeyjum.

08. apríl 2007

Miðvikudaginn 11. apríl verður haldin heilsdagsráðstefna um lundastofninn í Vestmannaeyjum.
Lesa meira

• Kampselur

26. mars 2007

Kampselur hefur sést nokkrum sinnum á Heimaey undanfarið. Myndirnar hér á eftir voru teknar á flotbryggjunni í dag og í Höfðavík 7. mars síðastliðinn. Sjá einnig frétt hér á síðunni frá 11. janúar 2006.
Lesa meira

• Haftyrðlar

16. mars 2007

Enn rekur mikið af dauðum haftyrðlum á fjörur Heimaeyjar. Þegar kíkt var í Höfðavíkina seinni partinn í dag voru þar a.m.k. 50 fuglar nýreknir á land.
Lesa meira

• Höfrungar á fjörum.

11. mars 2007

Þann 7. mars fannst tæplega 2 m langur höfrungur rekinn í Höfðavík á Heimaey. Þetta var rákahöfrungur sem er frekar sjaldgæfur við Íslandsstrendur.
Lesa meira

• Æðarkóngur

11. mars 2007

Æðarkóngur hefur af og til sést í Vestmannaeyjahöfn frá því í janúar í ár. Líklegt er að a.m.k. tveir fuglar hafi verið á ferðinni. Myndin hér fyrir neðan var tekin í morgun.
Lesa meira

• Haftyrðlar

11. mars 2007

Í dag mátti sjá nokkra örþreytta haftyrðla í Höfðavík og í fjörunni var rúmur tugur dauðra fugla. Allir voru fuglarnir mjög horaðir og má reikna með að óveðrið um helgina hafi verið þeim erfitt.
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofanna

26. febrúar 2007

Á miðvikudaginn 28. febrúar verður haldið annað erindið í fyrirlestrarröð Samtaka Náttúrustofa í gegnum fjarfundabúnað. Þá mun dr. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, fjalla um jarðfræðileg ummerki snjóflóða. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Lesa meira

• Stafnsnesvík

07. febrúar 2007

Nokkrar breytingar hafa orðið í Stafnsnesvík í vetur og hefur rofist skarð í fjörukambinn eins og sjá má á efri myndinni hér að neðan sem tekin var 15. janúar síðastliðinn. Seinni myndin var svo tekin 5. febrúar og á henni sést að nokkuð hefur rofist úr skriðunni innan við fjörukambinn enda á brimið greiða leið inn fyrir kambinn.
 
 
 
Lesa meira

• Fræðsluerindi Náttúrustofanna

01. febrúar 2007

Í gær var flutt fyrsta fræðsluerindið í fjarfundabúnaði sem Samtök Náttúrustofa standa fyrir. Það var Náttúrustofa Reykjaness sem reið á vaðið þegar Gunnar Þór Hallgrímsson doktorsnemi í líffræði flutti erindið: Af sílamáfum á Suðvesturlandi.
Lesa meira

• Auglýst eftir líffræðingi til starfa.

10. desember 2006

Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða líffræðing í fullt starf. Starfið felst í rannsóknum á náttúru Suðurlands með sérstakri áherslu á fæðu og viðkomu lundastofnsins í Vestmannaeyjum. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið meistara- eða doktorsnámi í líffræði og hafi reynslu af rannsóknum á fuglum en einnig kemur til greina að ráða BS-líffræðing sem gæti þá nýtt rannsóknirnar sem doktorsverkefni. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og hefur hæfni í mannlegum samskiptum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi og stofnanasamningi Náttúrustofu Suðurlands og FÍN. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
 
 
Lesa meira

• Hrun úr norðanverðu Klifinu.

06. desember 2006

Þegar forstöðumaður Náttúrustofunnar var á ferðinni í fjörunni fyrir norðan Klifið í morgun (6. desember 2006) sá hann að miklar breytingar hafa orðið vegna nýlegs hruns úr Klifinu. Hrunið virðist að mestu hafa komið úr bergstálinu rétt ofan við skriðuna neðan við Klifið norðaustanvert þar sem laggangur gengur í gegnum móbergið. Bergstálið er mjög sprungið þarna og því er von á að meira hruni á næstu vikum og mánuðum og því stórhættulegt að vera þarna á ferðinni. Skriðan sjálf er einnig mjög laus í sér og óstöðug enda er brimið að grafa undan henni. Stærsta heila bergblokkin í fjörunni er varlega áætluð 780 m3 (13m*15m*4 m) eða um 2.000 tonn að þyngd ef miðað er við eðlisþyngdina 2,6 g/sm3. Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru í morgun.
Lesa meira

• Flækingsfuglar

08. nóvember 2006

Enn eru að flækjast hingar fuglar sem öllu jöfnu er ekki að finna á Heimaey. Undanfarna daga hefur mátt sjá hér vepju, hettusöngvara, gransöngvara, söngþresti, svartþresti og fjallafinku.
 
Lesa meira

• Olíu- eða grútarblautir fuglar á Heimaey

08. nóvember 2006

Í gær mátti sjá nokkra olíu- eða grútarblauta æðarfugla í Höfðavík og í Brimurð. Langvían á myndinni var hins vegar í Stafnsnesvík. Ekki tókst að ná neinum fuglanna og ekki er ljóst hvaðan olían eða grúturinn er kominn.
Lesa meira

• Flækingsfuglar

13. október 2006

Nokkuð er um flækingsfugla á Heimaey þessa dagana og í gær sást þessi sportittlingur við fiskhjallana. Þar mátti einnig sjá glóbrysting, hettusöngvara, svartþröst og stara auk þúfutittlinga, skógarþrasta og maríuerla. Einn garðsöngvari sást síðan í bænum. Hægt er að fylgjast með flækingsfuglum á Íslandi á síðunum The Icelandic Birding Pages og Fuglar.is
 
Lesa meira

• Náttúrustofuþing

26. september 2006

Samtök Náttúrustofa halda Náttúrustofuþing í 2. sinn laugardaginn 30. september. Þingið er nú haldið að Bakkaflöt í Skagafirði og er það öllum opið. Dagskrá þingisins má sjá hér ad nedan.
 
Lesa meira

• Landsmót fuglaáhugamanna 2006

12. september 2006

Landsmót fuglaáhugamanna 2006 verður haldið í Vestmannaeyjum 13-15. október. Nánari upplýsingar má finna á www.fuglar.is og The Icelandic Birding Pages.
 
Lesa meira

• Svölur við Vestmanneyjar

31. ágúst 2006

Í sumar var farið í þónokkra svölumerkingarleiðangra og veitt var í Elliðaey, Hellisey, Brandi og úti á Stórhöfða.
 
Lesa meira

• Pysja syndandi í höfninni

31. ágúst 2006

Fyrsta alfiðraða pysjan við Vestmannaeyjar í ár sást syndandi í höfninn í morgun. Hún virtist vera nokkuð vel á sig komin og stakk sér á bólakaf þegar við nálguðumst hana á bátnum og flaut upp aftur skömmu síðar. Fyrst það er ein komin þá eru vonandi fleiri á leiðinni.
 
Lesa meira

• Hvar eru pysjurnar?

31. ágúst 2006

Það hefur ekki farið framhjá neinum í Vestmannaeyjum að pysjurnar hafa ekki enn látið sjá sig. Í fyrra fannst sú fyrsta þann 12. ágúst en oft byrja þær að koma í kringum Þjóðhátíð. Menn velta nú vöngum yfir því hvað sé eiginlega í gangi. Samspilið milli sjófugla og fæðu í sjónum er gríðarlega flókið og það er ekki hægt að benda á neitt eitt í sambandi við þann fæðuskort sem lundinn berst við núna. Sandsílastofninn virðist vera mjög lítill við Eyjar og lundinn hefur því ekki getað fætt pysjurnar sínar vel í sumar. Stálpuð pysja þarf um þriðjung af þyngd sinni til að komast vel af. Varp hófst einnig mjög seint í vor vegna kuldakasts og það er ein hugsanleg ástæðan fyrir því hve seint pysjurnar eru í ár. Við verðum því bara að bíða og vona að pysjurnar fari að koma og minnum á Pysjueftirlitið og www.lundi.is .
 
Lesa meira

• Fálkar við leik og störf

15. ágúst 2006

Þrír fálkar voru við Sæfjall í morgun við leik og störf. Þetta eru líklega allt ungfuglar og gekk veiðin ekkert hjá þeim þann tíma sem starfsmaður Náttúrustofunnar fylgdist með þeim í morgun. Nokkur hundruð heiðlóur auk hópa af steindeplum, þúfutittlingum og maríuerlum voru í Kinn og því ætti fálkana ekki að skorta æti. Mjög óvenjulegt er að sjá þetta marga fálka á Heimaey. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í morgun.
Lesa meira

• Hellisey

02. ágúst 2006

Farið var út í Hellisey til að merkja súlur, súluunga og svölur. Leiðangurinn heppnaðist vel og um 60 svölur voru merktar, aðallega sjósvölur (Oceanodroma leucorhoa).
 
Lesa meira

• Ársskýrsla 2005

20. júlí 2006

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands er nú kominn á vefinn. Hægt er að nálgast skýrlsuna hér.
 
Lesa meira

• Farfuglar og fargestir

18. júlí 2006

Spóar hafa að undanförnu verið mjög áberandi á Heimaey, sérstaklega við Breiðabakka og vestan við Sæfjall og flugvöllinn. Lóur hafa sótt mikið í nýslegin tún og einnig hefur orðið vart við aukinn fjölda tildra, sendlinga og lóuþræla.
Lesa meira

• Tjaldafjölskyldur

18. júlí 2006

Tjaldurinn hefur verið duglegur að fjölga sér í sumar og litlar fjölskyldur sjást spígspora um alla Heimaey. Ungarnir eru orðnir fleygir en eru ennþá háðir foreldrunum, goggur þeirra er rauður með svartan blett fremst og fætur þeirra eru fölbleikir.
 
Lesa meira

• Skrofur

18. júlí 2006

Fyrr í sumar fékk Náttúrustofan heimsókn frá spænska skrofusérfræðinginum Jacob González-Solís. Hann merkti um 70 skrofur í Ystakletti með hjálp starfsmanna Náttúrustofunnar og setti staðsetningartæki á 20 þeirra. Þann 12. júlí var farið aftur upp í Ystaklett til að athuga ástandið á skrofunum. Ungarnir eru á mörgum stigum, allt frá óútklöktum eggjum til dúnmikilla unga. Eitt eggið tísti og var því unginn alveg við það að klekjast út.
 
Lesa meira

• Rannsóknir á borsvarfi úr holu Hitaveitu Suðurnesja

10. júlí 2006

Tveir nemendur við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands hafa nú skilað til Náttúrustofu Suðurlands BS-ritgerðum sínum um rannsóknir á borsvarfi úr hluta borholu Hitaveitu Suðurnesja. Þetta eru þau Sigurveig Árnadóttir, en ritgerð hennar ber titilinn: Efnagreiningar á borsvarfi úr neðri hluta holu HH-08 á Heimaey, og Steinþór Níelsson en ritgerð hans heitir: Efnagreiningar á bergi úr efri hluta borholu HH-08, Vestmanneyjum. Umsjónarkennari þeirra beggja var Sigurður Steinþórsson prófessor. Nánar verður fjallað um þessar rannsóknir hér á síðunni í haust.
Lesa meira

• Mikið um flækingsfiðrildi

21. júní 2006

Mikið er um erlend fiðrildi á sveimi um Suðurland þessa dagana og er Heimaey þar engin undantekning. Aðallega eru þetta þistil- og aðmírálsfiðrildi.
Lesa meira

• Litmerkt sandlóa á Heimaey.

16. maí 2006

Fimmtudaginn 11. maí voru nokkrar sandlóur ásamt hópi af tildrum í Víkinni norðan við Stórhöfða. Ein sandlóan var litmerkt og kom í ljós að þetta var kvenfugl sem Vigfús Eyjólfsson merkti á hreiðri þann 19. maí 2005 við bæinn Skipa skammt austur af Stokkseyri. Sást hún á merkingarstað 22. maí sama ár en hreiðrið var síðan rænt og sást hún ekki eftir það. Þetta er fyrsti aflestur á litmerktri sandlóu utan merkingarsvæðanna á Íslandi en aflestrar hafa borist frá stöðum utan Íslands eins og sagt var frá hér á síðunni 15. mars síðastliðinn.
Lesa meira

• Flækingsfuglar á Heimaey.

10. maí 2006

Undanfarna daga hafa nokkrar landsvölur sést á flugi í og við Vestmannaeyjabæ. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar 8. og 10. maí. Síðasta myndin er af hettusöngvara við Skansinn 10. maí.
Lesa meira

• Fuglaathuganir í Vestmannaeyjum 2003-2005.

10. maí 2006

Áhugi á flækingsfuglum hefur lengi verið til staðar hérlendis og státa Vestmannaeyjar, og  þá sérstaklega Heimaey, af feiknagóðum lista sjaldgæfra tegunda sem sumar hverjar hafa hvergi fundist á Íslandi utan eyjaklasans. Þar á meðal eru hafsvala Oceanites oceanicus frá Suðurhöfum; rengluþvari Ixobrychus exilis, tálþerna Sterna forsteri, tregadúfa Zenaida macroura, rauðkollur Regulus calendula, bandigða Sitta canadensis, bláskríkja Dendroica caerulescens og kúftittlingur Zonotrichia leucophrys frá Norður-Ameríku; og relluhegri Ardeola ralloides, skálmörn Hieraaetus pennatus og trjásvarri Lanius senator frá Evrópu.

Lesa meira

• Lundinn sestur upp

21. apríl 2006

Meðfylgjandi frétt er af www.eyjar.net :  Lundinn er sestur upp
Lesa meira

• Farfuglar

17. apríl 2006

Um 70 lóur hafa verið á Breiðabakka frá því í gær. Nokkrir hrossagaukar og einn stelkur sáust þann 15. apríl og ein álft hefur að mestu haldið sig í Herjólfsdal frá 12. apríl. Þá sáust tvær grágæsir við tjörnina hjá Höfðabóli í gær. Það er hins vegar tjaldurinn sem er mest áberandi. Í morgun mátti sjá hóp í Sæfjalli og svo voru fuglar í flestum túnum í eynni. Þrestirnir eru einnig nokkuð áberandi.
Lesa meira

• Lóan komin

25. mars 2006

Stök heiðlóa sást á Heimaey í gær og svo aftur snemma í morgun. Einnig sáust nokkrir hettumáfar við ræsið út af Eiðinu í gær. Þetta mun vera nokkuð eðlilegur tími fyrir komur þessara fugla. 
Lesa meira

• Tjaldurinn mættur til Eyja

15. mars 2006

Í hádeginu í dag sást tjaldur út við Skansinn og má reikna með að fleiri komi á næstu dögum. Einn eða tveir ungir tjaldar hafa sést á Heimaey af og til í vetur en sá sem sást í hádeginu var fullorðinn fugl sem greinilega var nýkominn.
Lesa meira

• Litmerktar sandlóur af Suðurlandi í Evrópu

15. mars 2006

Eftirfarandi barst frá Vigfúsi Eyjólfssyni:
Litmerktar sandlóur frá Suðurlandi í Evrópu
Lesa meira

• Opið fræðsluerindi 8. mars

01. mars 2006

Dr. Hjalti J. Guðmundsson landfræðingur, framkvæmdastjóri Stefnumótunar og þróunar hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar heldur erindi um Umhverfismál í sveitarfélögum miðvikudaginn 8. mars. Erindið verður í Rannsóknasetrinu, Strandvegi 50 og hefst klukkan 17.00. Erindið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira

• Farfuglakomur

01. mars 2006

Nú fara farfuglarnir að tínast inn og má búast við að sílamáfur (8. mars) fari að sjást á Heimaey á næstu dögum. Aðrar tegundir sem væntanlega fara hér um á næstunni eru álft (9. mars), grágæs (23. mars), heiðlóa (26. mars), hettumáfur (24. mars), skógarþröstur (22. mars), skúmur (24. mars), stelkur (27. mars) og tjaldur (13. mars). Dagsetningarnar innan sviga sýna hvenær fyrstu fuglarnir komu til landsins á árunum 1998-2002 samkvæmt samantekt Yanns Kolbeinssonar. 
Lesa meira

• Opið fræðsluerindi

24. janúar 2006

Ester Rut Unnsteinsdóttir doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands verður með fræðsluerindi í Rannsóknasetrinu föstudaginn 27. janúar klukkan 17.00. Titill erindisins er: Stofnvistfræði hagamúsa (Apodemus sylvaticus) á Kjalarnesi. 
Lesa meira

• Kampselur (Erignathus barbatus)

11. janúar 2006

Selurinn á meðfylgjandi myndum hefur sést nokkuð oft undanfarna daga á flotbryggju í höfninni í Vestmannaeyjum. Þetta er líklega kampselur. Veiðihárin sem eru einkenni tegundarinnar eru ljós og löng og standa þétt í níu röðum á þykku skeggstæði.
Lesa meira

• Surtsey á heimsminjaskrá?

15. desember 2005

Samkvæmt frétt á suðurland.is er nú verið að vinna að því að koma Surtsey á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Hér fyrir neðan birtist fréttin í heild sinni.
 
Lesa meira

• Fuglaskoðun

27. nóvember 2005

Góð mæting var í fuglaskoðunina sem Náttúrustofa Suðurlands stóð fyrir í gær. Rúmlega 20 manns mættu út á Eiði, flestir strax upp úr 12.30. Hitt var verra að máfarnir létu sig að mestu vanta.
Lesa meira

• Silkitoppur heimsækja landið

07. nóvember 2005

Silkitoppur Bombycilla garrulus eru nær árlegir haust- og vetrargestir hér á landi en fjöldi fugla er nokkuð breytilegur. Ein stærsta ganga silkitoppa virðist hafa verið síðastliðinn vetur en þá sáust meira en 300 fuglar.
Lesa meira

• Fuglafréttir, 13. október 2005

13. október 2005

Í haust hefur verið óvenjurólegt hvað varðar komur flækingsfugla til Vestmannaeyja. Þó skilaði sér einn afar sjaldséður þröstur frá Norður Ameríku, moldþröstur Catharus ustulatus. Fannst hann í húsagarði við Birkihlíð þann 30. september.
Lesa meira

• Mikið um dauðar lundapysjur í Elliðaey

29. ágúst 2005

Sjá mátti fjöldannn allan af dauðum lundapysjum þegar fé var sótt í Elliðaey í gær (25. september 2005). Á myndunum hér fyrir neðan má sjá dauðar pysjur utan við holurnar og var ástandið svipað á öðrum stöðum í eynni. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hefur mikið af dauðum pysjum rekið á fjörur á Heimaey og því ljóst að afföll eru mikil hjá lundanum í ár.
Lesa meira

• Heimsókn frá Ástralíu

16. ágúst 2005

Ian Norman líffræðingur frá Ástralíu var í stuttri heimsókn hjá Náttúrustofu Suðurlands 8-11 .ágúst. Ian hefur m.a. rannsakað súlur við Ástralíu í yfir 20 ár og notaði hann tímann hér til að skoða súlur í Hellisey auk þess sem hann fór með út í Elliðaey til að merkja svölur.
Lesa meira

• Merking sjó- og stormsvala.

16. ágúst 2005

Miðvikudagskvöldið 10. ágúst var farið út í Elliðaey til að merkja sjósvölur og stormsvölur. Það var Yann Kolbeinsson sem sá um merkingarnar en aðrir leiðangursmenn voru Daníel Bermann, Einar Þorleifsson, Freydís Vigfúsdóttir, Ingvar A. Sigurðsson, Fiona Manson og Ian Norman. Merktir voru yfir 200 fuglar í þessari ferð og endurheimtust fimm fuglar, þar af einn sem merktur var í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá myndir af sjósvölu og stormsvölu..
 
Lesa meira

• Á að opna Surtsey?

03. maí 2005

Surtsey hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið og þá sérstaklega hvort það ætti að opna hana fyrir ferðamönnum. Í könnun sem er í gangi á vefmiðlinum www.eyjar.net vilja um 80% rúmlega 1500 þátttakenda að Surtsey verði opnuð ferðamönnum.
 
Lesa meira

• Á að opna Surtsey?

03. maí 2005

Surtsey hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið og þá sérstaklega hvort það ætti að opna hana fyrir ferðamönnum. Í könnun sem er í gangi á vefmiðlinum www.eyjar.net vilja um 80% rúmlega 1500 þátttakenda að Surtsey verði opnuð ferðamönnum.
 
Lesa meira

• Nýir starfsmenn

03. maí 2005

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir tímabundið til Náttúrustofu Suðurlands. Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur verið ráðinn í 75% starf til eins árs. Yann vinnur að rannsóknum á Þórshönum og Óðinshönum á Suðurlandi og síðan mun hann fylgjast með fuglalífinu hér á Heimaey.
Lesa meira

• Fuglafréttir, 22. apríl 2005

22. apríl 2005

Það er búið að vera gaman að fylgjast með farfuglunum tínast inn undanfarna daga og hafa gæsahópar verið mjög áberandi. Flestir fljúga í oddaflugi yfir og má á stundum sjá fylkingarnar riðlast þegar þeir lenda í ókyrrð yfir fellunum.
 
Lesa meira

• Vorráðstefna JFÍ

10. apríl 2005

Náttúrustofa Suðurlands kynnti tvö verkefni á vorráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands þann 9. apríl. Bæði verkefni eru unnin í samstarfi við prófessor Sigurð Steinþórsson hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hægt er að nálgast útdrætti verkefnanna hér að neðan
 
Lesa meira

• Fálkaveiki

29. mars 2005

Rannsóknir hafa sýnt að fálkaveiki (frounce) er í raun tveir aðskildir sjúkdómar. Er annars vegar um að ræða þráðorminn Capillaria contorta og hinsvegar frumdýrið Trichomonas gallinae.
 
Lesa meira

• Er erfitt að vera aðkomufugl í Eyjum?

23. mars 2005

Álft fannst dauð í Herjólfsdal í morgun og er þar líklega kominn önnur þeirra tveggja sem fyrst sáust hér á föstudag. Myndin hér til hliðar var tekin af henni við Brimurð í gær. Ekki voru sjáanlegir neinir áverkar á fuglinum og því er ekki ljóst hvers vegna hann drapst.
Lesa meira

• Álftir

21. mars 2005

Tvær álftir sáust koma af hafi við Brimurð á föstudag og flugu þær svo áfram norður eftir Heimaey. Þær héldu síðan til hér yfir helgina og sást önnur þeirra á flugi yfir bænum nú í morgun.
 
Lesa meira

• Fálkinn fjarri heimaslóð

17. mars 2005

Fálkinn sem fannst dauður í gær var fjarri sinni heimaslóð þar sem hann var merktur sem ungi (karlfugl) í hreiðri á Melrakkasléttu 21. júní á síðasta ári. Að sögn Ólafs Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er þetta með lengri ferðalögum fálka hér á landi, um 370 km á milli merkingar- og endurheimtustaðar. Ef einhverjar fréttir fást af dánarorsök eftir krufningu fuglsins verða þær birtar hér á síðunni.
 
Lesa meira

• Fálkinn nú allur

16. mars 2005

Dauður fálki fannst í skriðunni neðan við Blátind í dag. Þetta er ungfugl og líklega sá sami og sást hér í kringum áramótin og sagt var frá hér á síðunni 11. febrúar síðastliðinn. Fuglinn er merktur og verður honum komið til Náttúrufræðistofnunar við fyrsta tækifæri.
Lesa meira

• Laust starf

14. febrúar 2005

Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða náttúrufræðing í fullt starft. Hugsanlegt er að vinnan geti að einhverju leyti nýst til framhaldsnáms. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi milli Náttúrustofu Suðurlands og Félags íslenskra náttúrufræðinga. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

• Fuglafréttir

11. febrúar 2005

Fuglalífið á Heimaey hefur verið nokkuð fjörlegt það sem af er ársins og minna virðist vera að reka af dauðum svartfugli og æðarfugli á fjörurnar. Mest ber á snjótittlingum sem fara um bæinn í stórum hópum og reyna að forðast að verða köttum eða smyrlum að bráð.
Lesa meira

• Bilun á netþjóni

04. febrúar 2005

Síðustu vikur hefur heimasíða Náttúrustofu Suðurlands verið óvirk vegna bilunar á netþjóni. Enn er ekki ljóst hvort hægt verður að setja síðuna upp aftur eins og hún var en á meðan hefur gömul útgáfa af heimasíðunni verið sett upp til bráðabirgða.
 
Lesa meira

• Fugladauði

04. febrúar 2005

Nokkuð hefur verið um að dauða svartfugla reki á fjörur á Heimaey og einnig er nokkuð um dauðan æðarfugl. Dagana 15-16. janúar 2005 voru fjörur Heimaeyjar gengnar og kíkt eftir dauðum fuglum. Það kom á óvart hversu mikið fannst af dauðum æðarfugli, t.d. voru 11 dauðir æðarfuglar á Æðasandi. Einnig fannst mikið af haftyrðlum og langvíum, fimm álkur, 4 teistur og einn lundi.
 
Lesa meira

• Nýr vefur

26. febrúar 2003

Undanfarið hafa verið gerðar miklar breytingar á vef Náttúrustofu Suðurlands. Þó vefurinn sé langt í frá að vera tilbúinn þá var hann opnaður í dag og eldri vefur tekinn út. Á næstu vikum verður gengið frá þeim síðum sem settar hafa verið inn auk þess stefnt er að því að koma reglulega með nýtt efni hér á fréttasíðuna.
 
Lesa meira

• Svartfugladauði

06. febrúar 2003

Rúmlega 30 dauðir svartfuglar fundust á eyrinni á móts við Klettsvík og í Víkinni 29. janúar síðastliðinn. Farið var með þrjá fugla (tvo haftyrðla og eina álku) til Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem þeir voru krufðir. Í ljós kom að fuglarnir höfðu fallið úr hor, líkt og svartfuglar sem hafa verið að finnast í fjörum víða annarsstaðar á landinu.
 
Lesa meira