Fréttir 2008

Pálsfiskur

Myndin hér fyrir neðan sýnir Pálsfisk sem skipverjar á Frá veiddu við Eldeyjarboða í apríl síðastliðnum. Í bókinni: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson kemur fram að einn 24,5 sm Pálsfiskur hafi veiðst hér við land á 73 m dýpi á Sandvík norðan Reykjaness. Samkvæmt Jónbirni Pálssyni er þessi fiskur sá þriðji sem veiðist hér við land á þessu ári og sá fjórði sem vitað er um hér við land frá upphafi.