Fréttir 2008

Fræðsluerindi Náttúrustofanna

Fimmtudaginn 27. mars heldur Hafdís Sturlaugsdóttir, landnýtingarfræðingur á Náttúrustofu Vestfjarða, erindi í gegnum fjarfundabúnað. Erindið nefnist: „Man sauður hvar gekk lamb“ og með hverjum? Atferlisrannsókn á sauðfé á Ströndum. Erindið hefst klukkan 12.15 og er m.a. hægt að fylgjast með því á þriðju hæð Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja að Strandvegi 50. Sjá nánar hér fyrir neðan.