Fréttir 2008

Flækingsfuglar

Talsvert hefur borið á flækingsfuglum á Heimaey undanfarna daga. Mest hefur borið á bæja- og landsvölum en einnig hefur mátt sjá barrfinkur, ískjóa, bjarthegra, taumönd og snjógæs. Snjógæsin er það spök að líklegt verður að telja að hún komi úr fuglagarði einhversstaðar í Evrópu. Nokkra flækinganna má sjá hér fyrir neðan.

 

 

 

Barrfinka, karlfugl (Carduelis spinus).

 

Ískjói (Stercorarius pomarinus).

 

Þrjár bæjasvölur (Delichon urbica).

 

Bjarthegri (Egretta garzetta).

 

Snjógæs (Anser caerulescens).