Fréttir 2008

Lítilsháttar hrun úr fjöllum á Heimaey

Tiltölulega lítið hrun varð úr fjöllum á Heimaey vegna jarðskjálftans í gær, 29. maí 2008. Smágrjót hrundi bæði úr Dalfjallinu ofan við Fjósaklett og úr norðanverðu Klifi og mátti sjá nokkuð ryk meðan á því stóð. Smávegis fór einnig úr toppinum á Heimakletti og sést möl efst í rásinni sem er niður alla Dufþekju. Síðan fór einn um tveggja rúmmetra steinn úr sunnanverðu Klifinu og stöðvaðist í varnargarðinum við veginn út á Eiði. Þetta er mun minna hrun en í skjálftanum 17. júní 2000 enda upptökin fjær. Upplýsingar um Suðurlandsskjálftana má finna á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar af ummerkjunum í Klifi.

 

Hér sjást fyrstu ummerkin eftir steininn þar sem hann hefur aðeins rekist í bergið fyrir miðri mynd.

 

 

Hér má sjá tvo af lendingarstöðum steinsinss á leiðinni niður.

 

Þessi mynd er tekin á sama stað og myndin hér á undan en nú horft niður. Steinninn sést við varnargarðinn en hinum megin við veginn má sjá mun stærri stein úr eldra hruni og olíutanka þar á bakvið.

 

 

Hér liggur steinninn utan í varnargarðinum, áætlað er að hann sé 1m x 1m x 2 m, eða 2 m3 og tæp sex tonn að þyngd.