Fréttir 2005

Mikið um dauðar lundapysjur í Elliðaey

Sjá mátti fjöldannn allan af dauðum lundapysjum þegar fé var sótt í Elliðaey í gær (25. september 2005). Á myndunum hér fyrir neðan má sjá dauðar pysjur utan við holurnar og var ástandið svipað á öðrum stöðum í eynni. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hefur mikið af dauðum pysjum rekið á fjörur á Heimaey og því ljóst að afföll eru mikil hjá lundanum í ár.