Fréttir 2005

Merking sjó- og stormsvala.

Miðvikudagskvöldið 10. ágúst var farið út í Elliðaey til að merkja sjósvölur og stormsvölur. Það var Yann Kolbeinsson sem sá um merkingarnar en aðrir leiðangursmenn voru Daníel Bermann, Einar Þorleifsson, Freydís Vigfúsdóttir, Ingvar A. Sigurðsson, Fiona Manson og Ian Norman. Merktir voru yfir 200 fuglar í þessari ferð og endurheimtust fimm fuglar, þar af einn sem merktur var í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá myndir af sjósvölu og stormsvölu..