Fréttir 2010

Málþing um jarðminjagarða

Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um Jarðminjagarða (Geopark) á Íslandi í Salnum, Kópavogi. Það eru Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Jarðfræðifélag Íslands sem standa að málþinginu.