Fréttir 2010

Vindrof á Sæfjalli

Það bles aðeins í Eyjum á fimmtudaginn í síðustu viku og á nokkrum stöðum hefur þunn gróðurþekjan hreinlega fokið af móberginu. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar þriðjudaginn 26. janúar síðastliðinn á gígbarmi Sæfjallsins í Kinn.