Fréttir 2005

Fuglaskoðun

Góð mæting var í fuglaskoðunina sem Náttúrustofa Suðurlands stóð fyrir í gær. Rúmlega 20 manns mættu út á Eiði, flestir strax upp úr 12.30. Hitt var verra að máfarnir létu sig að mestu vanta.

Þó fjöldi máfa hafi ekki verið mikill sáust nokkrar tegundir, mest ungfuglar en einnig eitthvað af fullorðnum fugli. Mest var um bjartmáf en einnig sást hvít-, hettu- og stormmáfur auk svartbaks. Af öðrum fuglum má nefna teistu, æðarfugl og dílaskarf. Líklegt er að fuglaskoðun verði aftur á dagskrá fljótlega eftir áramót. Þangað til má æfa sig á myndunum hér til hliðar en með því að smella á þær birtast þær í fullri upplausn. Á neðri myndina er búið að greina alla fuglana og setja nöfnin inn á myndina.