Nokkuð hefur hrunið úr Bjarnarey síðustu daga í a.m.k. þremur atburðum.

Norðvesturhorn Bjarnareyjar þar sem sjá má þrjú brotsár. Nýjasta og minnsta hrunið er lengst til vinstri á myndinni og svo má sjá tvö brotsár í bergstálinu fyrir miðri mynd. Efst hefur hrunið úr efstu brún og svo hefur stór fylla farið rétt ofan við mitt bergstálið.

Hér sést brotsárið í gjallinu við efstu brún.

Skriðan ofan á Brekaflá. Stærstu björgin eru yfir þúsund tonn að þyngd og ljóst að hrunið mælist í tugþúsundum tonna.

Hér sést aðeins í Brekaflá undir hruninu.

Hér má sjá þrjú brotsár. Lengst til vinstri má sjá sárið eftir nýjasta hrunið frá 12. eða 13. maí og hluta efnisins á fláanum fyrir neðan. Efst fyrir miðri mynd sést sárið við brúnina og þar fyrir neðan sést aðal brotsárið og svo skriðan ofan á og umhverfis Brekaflá.

Hér sést vel stærra brotsárið sem nær aðeins upp fyrir miðja mynd. Síðan er smærra brotsár við brúnina en á milli hefur ekkert brotnað úr berginu.