Fréttir 2010

Rannsóknir á farháttum skrofu

Rannsóknir Náttúrustofu Suðurlands og fleiri á farháttum skrofu halda áfram í sumar. Búið er að ná aftur þremur af sex gagnaritum sem settir voru á síðasta sumar.

 

Skrofa í Ystakletti 4. júlí 2010. Búið er að koma nýjum gagnarita á skrofuna en þetta er fimmta árið sem þessi tiltekna skrofa ber gagnarita.

Nú eru komnar í hús mikilvægar upplýsingar um farleiðir skrofanna og ekki er verra að fá samanburð á farleiðum ákveðinna fugla nokkur ár í röð. Aðrir sem koma að þessum rannsóknum eru Yann Kolbeinsson sem nú starfa á Náttúrustofu Norðausturlands og Jacob Gonzalez-Solis við Háskólann í Barselóna. Ein grein hefur verið birt um hluta rannsóknanna og má nálgast hana hér.

 

Gagnaritinn á skrofunni hér fyrir ofan. Settur er plasthringur á fótinn og gagnaritinn síðan festur á hringinn. Skrofan er einnig merkt með stálhring á hinni löppinni.