Fréttir 2006

Svölur við Vestmanneyjar

Í sumar var farið í þónokkra svölumerkingarleiðangra og veitt var í Elliðaey, Hellisey, Brandi og úti á Stórhöfða.

 

Elliðaey 6.júní: 1 sjósvala og 5 stormsvölur

Hellisey 2.ágúst: 57 sjósvölur og 8 stormsvölur

Stórhöfði 3.ágúst: 69 sjósvölur og 28 stormsvölur

Stórhöfði 16.ágúst: 9 sjósvölur

Brandur 17.ágúst: 225 sjósvölur og 54 stormsvölur

Elliðaey 18-19.ágúst: 596 sjósvölur og 328 stormsvölur

Stórhöfði 20.ágúst 17 sjósvölur og 21 stormsvala

Brandur 30.ágúst 72 sjósvölur og 4 stormsvölur

Stórhöfði 1. september 9 stormsvölur

 

Endurheimtur frá fyrri árum: 11 sjósvölur, 35 stormsvölur og 1 norsk stormsvala frá 1996.

Elsta íslenska sjósvalan var merkt 1989 og endurheimt í Brandi.

Elsta íslenska stormsvalan var merkt 1986 og endurheimt í Elliðaey

 

Til gamans má geta að sjósvala sem merkt var í Hellisey þann 2. ágúst var endurheimt í Elliðaey þann 19. ágúst. Sjósvala sem var merkt í Stórhöfða þann 3. ágúst var endurheimt í Brandi þann 18. ágúst og stormsvala sem var merkt var í Stórhöfða þann 2. ágúst var endurheimt í Elliðaey þann 17. ágúst.