Fréttir 2006

Fálkar við leik og störf

Þrír fálkar voru við Sæfjall í morgun við leik og störf. Þetta eru líklega allt ungfuglar og gekk veiðin ekkert hjá þeim þann tíma sem starfsmaður Náttúrustofunnar fylgdist með þeim í morgun. Nokkur hundruð heiðlóur auk hópa af steindeplum, þúfutittlingum og maríuerlum voru í Kinn og því ætti fálkana ekki að skorta æti. Mjög óvenjulegt er að sjá þetta marga fálka á Heimaey. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í morgun.