Fréttir 2003

Svartfugladauði

Rúmlega 30 dauðir svartfuglar fundust á eyrinni á móts við Klettsvík og í Víkinni 29. janúar síðastliðinn. Farið var með þrjá fugla (tvo haftyrðla og eina álku) til Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem þeir voru krufðir. Í ljós kom að fuglarnir höfðu fallið úr hor, líkt og svartfuglar sem hafa verið að finnast í fjörum víða annarsstaðar á landinu.