Fréttir 2007

Stafnsnesvík

Nokkrar breytingar hafa orðið í Stafnsnesvík í vetur og hefur rofist skarð í fjörukambinn eins og sjá má á efri myndinni hér að neðan sem tekin var 15. janúar síðastliðinn. Seinni myndin var svo tekin 5. febrúar og á henni sést að nokkuð hefur rofist úr skriðunni innan við fjörukambinn enda á brimið greiða leið inn fyrir kambinn.

 

 

 

 

Hér sést um 10 m breitt skarð í fjörukambinn í botni Stafsnesvíkur. Myndin er tekin 15. janúar 2005.

 

Hér er horft úr fjörunni í gegnum skarðið í kambinum. Vel sést hvernig brimið hefur rofið neðsta hluta skriðunnar  innan við kambinn. Ufsaberg í bakgrunni. Myndin er tekin 5. febrúar.