Fréttir 2006

Auglýst eftir líffræðingi til starfa.

Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða líffræðing í fullt starf. Starfið felst í rannsóknum á náttúru Suðurlands með sérstakri áherslu á fæðu og viðkomu lundastofnsins í Vestmannaeyjum. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið meistara- eða doktorsnámi í líffræði og hafi reynslu af rannsóknum á fuglum en einnig kemur til greina að ráða BS-líffræðing sem gæti þá nýtt rannsóknirnar sem doktorsverkefni. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og hefur hæfni í mannlegum samskiptum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi og stofnanasamningi Náttúrustofu Suðurlands og FÍN. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

 

 

Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað til Náttúrustofu Suðurlands, Strandvegi 50, 900 Vestmannaeyjum, fyrir 15. janúar 2007. Náttúrustofa Suðurlands áskilur sér rétt á að hafna öllum umsóknum. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Atli Sigurðsson forstöðumaður í síma 481 2683 eða 897 7583 og einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið nattsud@nattsud.is