Fréttir 2007

Höfrungar á fjörum.

Þann 7. mars fannst tæplega 2 m langur höfrungur rekinn í Höfðavík á Heimaey. Þetta var rákahöfrungur sem er frekar sjaldgæfur við Íslandsstrendur. Þetta er þriðji smáhvalurinn sem starfsmenn Náttúrustofunnar vita til að rekið hafi á fjörur Heimaeyjar síðustu 16 mánuði. Þann 12. nóvember 2005 fannst hnísa í Löngunni og þann 3. desember 2006 fannst Leiftur í Brimurðinni. Hnísa er algeng umhverfis Ísland en bæði rákahöfrungur og leiftur eru frekar sjaldgæfir.  Hér fyrir neðan eru myndir af þessum þremur hvalrekum.

 

 

Hnísa í Löngunni 12. nóvember 2005

 

 

Leiftur í Brimurð 3. desember 2006.

 

 

Leiftur í Brimurð 3. desember 2006.

 

Rákahöfrungur í Höfðavík 7. mars 2007. Það er Krisján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins sem er að mæla lengd höfrungsins.