Undanfarna daga hafa sést nokkrir sportittlingar á Heimaey. Líklega eru þetta austur grænlenskir varpfuglar á leið til vetrarstöðva í Evrópu og sjást þeir nánast árlega á Heimaey. Flestir sáust á Heimaey árið 2010 eins og sagt var frá hér en nánari upplýsingar um komur sportittlinga til landsins má sjá hér á “The Icelandic Birding Pages”.
Sportittlingur (Calcarius lapponicus).