Fréttir 2006

Pysja syndandi í höfninni

Fyrsta alfiðraða pysjan við Vestmannaeyjar í ár sást syndandi í höfninn í morgun. Hún virtist vera nokkuð vel á sig komin og stakk sér á bólakaf þegar við nálguðumst hana á bátnum og flaut upp aftur skömmu síðar. Fyrst það er ein komin þá eru vonandi fleiri á leiðinni.