Fréttir 2006

Mikið um flækingsfiðrildi

Fiðrildi þetta sást á Ofanleitishamri 16. júlí 2003. Á svipuðum tíma sáust sams konar fiðrildi á Hánni og á Helgafelli. Þetta mun vera Þistilfiðrildi (Vanessa cardui) sem á ensku gengur undir ýmsum nöfnum, m.a. The Painted Lady, Thistle Butterfly og Cosmopolite. Ekkert fiðrildi finnst eins víða í heiminum, Suðurheimsskautslandið ku vera einn af fáum stöðum sem það hefur ekki fundist á. Það stundar að einhverju leyti farflug og flýgur norður á við á vorin og sumrin en snýr til baka þegar haustar. Þistilfiðrildi er sjaldgæfur flækingur hér á landi.

Heimildir: Tolman, T.W. 2001. Photographic Guide to the Butterflies of Britain and Europe. Oxford University Press, UK og http://www.sdnhm.org/fieldguide/inverts/paintedlady.htmlbiokids.umich.edu/critters/information/Vanessa_cardui  skoðað 1. september 2003.