Fréttir 2007

Litmerktar sandlóur

Þrjár merktar sandlóur sáust í og við Klaufina í gærkvöldi. Tvær voru litmerktar en sú þriðja var eingöngu með stálhring. Litmerktu fuglarnir eru karlfuglar sem Vigfús Eyjólfsson merkti á hreiðrum 22. júní í fyrra nálægt þeim stöðum sem þeir sáust á í gær. Einnig merkti Vigfús níu unga á Heimaey og er hugsanlegt að þriðji fuglinn sé einn þeirra.