Fréttir 2007

Fyrsta skrofan endurheimt

Í gær fóru Yann Kolbeinsson, Ingvar Atli Sigurðsson og Hrafn Svavarsson í fyrstu ferðina út í Ystaklett til að leita að þeim 20 skrofum sem staðsetningartæki (gangritar) voru sett á í fyrra.  Talsvert var af skrofum í varpinu og klukkan rúmlega 1 í nótt náðist fyrsta skrofan með gangrita. Tækið var tekið af og nýtt sett í staðinn. Áfram verður leitað næstu sólarhringa og ættu fljótlega að liggja fyrir upplýsingar um það hvar skrofurnar halda sig yfir vetrartímann. Það er skrofusérfræðingurinn Jacob González-Solís frá Barselónaháskóla sem stjórnar þessu verkefni í samstarfi við Náttúrustofuna.