Fréttir 2008

Hrun úr Klifinu

Um klukkan 13 í dag hrundi stór steinn úr Klifinu og fór hann niður undir veg í botninum á Friðarhöfn. Steinn mældist 2,8 m * 2,3 m * 1,8 m eða um 12 rúmmetrar og vegur því um 30 tonn. Smá útslag sést á jarðskjálftamælinum hér í Eyjum klukkan 13.02 og sýnir það væntanlega þegar steinninn var að falla niður. Myndin hér fyrir neðan sýnir steininn og slóðina eftir hann.