Fréttir 2005

Heimsókn frá Ástralíu

Ian Norman líffræðingur frá Ástralíu var í stuttri heimsókn hjá Náttúrustofu Suðurlands 8-11 .ágúst. Ian hefur m.a. rannsakað súlur við Ástralíu í yfir 20 ár og notaði hann tímann hér til að skoða súlur í Hellisey auk þess sem hann fór með út í Elliðaey til að merkja svölur.

Ian var á Íslandi í fríi en notaði tímann til að kíkja í heimsókn til Eyja þar sem hann þekkir Ingvar forstöðumann Náttúrustofunnar frá því þeir voru báðir við rannsóknir á Suðurskautslandinu árið 1990. Ian og Freydís Vigfúsdóttir sem vann að súluverkefni við Náttúrustofu Suðurlands síðasta sumar hafa skipst á upplýsingum um súlur síðasta árið og notuðu þau tímann til að ræða verkefni Freydísar á rannsóknasvæði hennar í Hellisey.

 

Freydís Vigfúsdóttir og Ian Norman líffræðingar ræða málin í súlubyggð á Hellisey.