Fréttir 2013

Fuglaskráningar – eBird

Nokkrar tegundir sjást hér allt árið; það er æðarfugl, fýll, súla, tildra, sendlingur, silfurmáfur, hvítmáfur, svartbakur, teista, húsdúfa, hrafn, stari og snjótittlingur. Aðrar tegundir sjást hér helst yfir veturinn, t.d. straumönd, toppönd, dílskarfur, toppskarfur, hettumáfur, bjartmáfur, músarindill, svartþröstur og skógarþröstur. Hægt er að skoða gögnin á eBird fyrir Vestmannaeyjar hér, gögn fyrir allt Ísland hér og önnur gögn á www.ebird.org.

Músarindill sést aðeins á Heimaey á veturna, frá síðari hluta september fram í miðjan apríl.

Krákönd er sjaldgæfur flækingur á Íslandi og hefur sést nokkrum sinnum við Heimaey. Þessi ungi steggur sást utan við Eiðið í apríl og sá sami, eða annar á sama aldri, sást á sama stað í janúar.