Fréttir 2005

Fugladauði

Nokkuð hefur verið um að dauða svartfugla reki á fjörur á Heimaey og einnig er nokkuð um dauðan æðarfugl. Dagana 15-16. janúar 2005 voru fjörur Heimaeyjar gengnar og kíkt eftir dauðum fuglum. Það kom á óvart hversu mikið fannst af dauðum æðarfugli, t.d. voru 11 dauðir æðarfuglar á Æðasandi. Einnig fannst mikið af haftyrðlum og langvíum, fimm álkur, 4 teistur og einn lundi.