Fréttir 2011

Flækingar og aðrir fuglar

Dvergmáfur hefur haldið sig utan við Eiðið síðustu daga og þar hefur einnig mátt sjá mikið af hánorrænum dökkum fýlum. Hér fyrir neðan koma myndir af nokkrum fuglum sem sést hafa á Heimaey undanfarið.

 

Dvergmáfur (Hydrocoloeus minutus) 8. nóvember.

Þessi hvíti máfur hefur sést af og til við Eiðið í nokkur ár. Líklega er þetta albínóa silfurmáfur (Larus argentatus).

 

Dökkir og ljósir fýlar (Fulmarus glacialis) 10. nóvember.

 

Þessi eyrugla (Asio otus) sást á Nýja hrauninu 1. nóvember og frést hefur af fleiri uglum þar síðustu daga.