Fréttir 2007

Farfuglakomur.

Þeim fjölgar óðum farfuglunum sem sjást á Heimaey. Þann 3. apríl sáust fyrstu lóurnar á Breiðabakka en lóurnar eru nokkuð seinna á ferðinni í ár en í fyrra. Í gær sáust 25-30. hrossagaukar rétt sunnan við skátastykkið og tveir stelkar voru í Klaufinni í morgun. Tjöldunum hefur fjölgað mikið undanfarið og bæði grágæsir og álftir hafa haft hér stutta viðdvöl. Þá sáust skrofur út af Stórhöfða þann 25. mars og sama dag sást stök brandönd í Höfðavíkinni.