Fréttir 2007

Farflug

Það hefur verið mikið um farfugla á ferðinni undanfarið og hefur mátt sjá ýmsa fremur sjaldgæfa fargesti á Heimaey. Í gær mátti sjá flórgoða, tvær gargendur og nokkrar urtendur í Höfðavik og í tjörninni við golfskálann voru þrjár stokkendur, urtönd og álft. Af öðrum tegundum sem sést hafa undanfarið má nefna brandönd og rauðhöfðaendur. Nokkuð hefur verið um grágæsir og heiðagæsir og stórir hópar á lóum hafa verið á túnum suður á eyju.