Fréttir 2007

Bergfræði Heimaeyjar

Söfnun bergsýna úr úteyjum Vestmannaeyja hefur staðið yfir í sumar og lauk þann 13. ágúst. Meðal annars náðust sýni úr tveimur hraunlögum sem ekki hefur verið safnað úr áður. Annað er sker suðvestur af Suðurey en hitt Bládrangur við Geldung. Í haust verða valin sýni efnagreind og í framhaldi verður lokið við jarðfræðikort af Vestmannaeyjum. Verkefni þetta er unnið í samstarfi við Dr. Svein P. Jakobsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 

 

 

Auðunn Herjólfsson á hrauninu sem myndar Bládrang. Nokkurn tíma tók að koma manni í dranginn vegna ólgu en það tókst að lokum og náðust góð sýni af hrauninu