Fréttir 2007

Andarnefjur í Vestmannaeyjahöfn

Tvær andarnefjur sáust í Vestmanaeyjahöfn laugardaginn 15. september 2007 og tveimur dögum síðar voru þær þar enn þá. Gripið var til þess ráðs að reyna að reka þær út úr höfninni með bátum þar sem björgunarskipið Þór og Lóðsinn fóru fremstir í flokki. Tók aðgerðin tæpar tvær klukkustundir og fylgdist mikill fjöldi með aðgerðunum frá landi.

 

Andarnefjur geta orðið um 9 m langar, þær geta kafað mjög djúpt og verið allt að 2 klukkustundir í kafi. Aðalfæðan er smokkfiskur (Droplaug Ólafsdóttir og Gísli A. Víkingsson 2004. Andarnefja. (Í) Íslensk spendýr, bls. 176-179).

 

 

Andarnefjurnar í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum.

 

Hér eru andarnefjurnar komnar út að Skansi og skömmu síðar syntu þær út úr höfninni.