Fréttir 2011

Vetrarfuglatalnig Náttúrufræðistofnunar Íslands

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram sunnudaginn 9. janúar síðastliðinn. Að venju var talið á nokkrum svæðum á Heimaey og að þessu sinni var bætt við nýju svæði fyrir norðan Dalfjall og Klif, þ.e. frá Stafnsnesi að Stóra Erni. Náttúrufræðistofnun Íslands birtir niðurstöður talninganna á heimasíðu sinni og má þar skoða niðurstöðurnar aftur til ársins 2002. Nýjustu tölurnar frá Vestmannaeyjum má sjá hér, og upplýsingar um svæðin eru hér.

Sefgoði (Podiceps grisegene) ásamt toppönd í Höfðavík.