Fréttir 2012

Varpárangur lunda umhverfis Ísland 2012

Nú er lokið frumúrvinnslu gagna eftir tvær hringferðir um Ísland í sumar þar sem metin var ábúð og varpárangur lunda. Farið var í níu Eyjar auk Vestmannaeyja og einnig voru skoðuð vörp í Dyrhólaey, Ingólfshöfða og Hafnarhólma í Borgarfirði. Hér á eftir er að finna niðurstöðurnar í tveimur stöplaritum ásamt gögnum frá árunum 2010 og 2011.

 

Ábúð í nokkrum lundavörpum umhverfis Ísland. Ábúð er það hlutfall hola sem orpið er í hverju sinni.

Varpárangur lunda í nokkrum lundavörpum umhverfis landið síðustu tvö ár.

 

Eins og sjá má mældist varpárangurinn frá Papey suður fyrir land að Elliðaey í Breiðafirði enginn í fyrra og er hann lítð skárri á sömu stöðum í ár. Í Vestmannaeyjum nær varpárangurinn í ár þó nætsum því 20% svo búast má við einhverjum pysjum í undir lok ágúst að óbreyttu. Ástandið er mun betra fyrir norðan land en þar er varpárangurinn í ár á flestum stöðum samt aðeins lægri en hann var í fyrra.

Á síðustu myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir lundavarp í Vestmannaeyjum frá árinu 2007. Nánar verður fjallað um lundavarpið hér á síðunni þegar líða tekur á haustið.

 

Lundavarp í Eyjum frá árinu 2007. “Eðlilegt” ástand er sýnt lengst til vinstri.